Frétt

mbl.is | 26.01.2004 | 15:40Til greina kom að Laxness fengi nóbelsverðlaunin 1953

Halldór Laxness var í hópi þriggja rithöfunda sem valdir voru úr hópi 25 tilnefndra til bókmenntaverðlauna Nóbels árið 1953. Á endanum taldi sænska akademían þó ekki að neinn þeirra þriggja ætti verðlaunin fyllilega skilið og ákvað að veita Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, verðlaunin en Churchill hafði fyrst verið tilnefndur til verðlaunanna árið 1946 og nokkrum sinnum síðan. Þetta kemur fram í skjölum Nóbelsverðlaunanefndarinnar, sem leynd hefur verið létt af vegna svonefndrar 50 ára reglu. Halldór hlaut verðlaunin síðan árið 1955.
Það kom mjög á óvart á sínum tíma, að Churchill skyldi hljóta Nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir þótt eftir hann lægi fjöldi ritverka, einkum sagnfræðilegs eðlis. AFP fréttastofan segir, að skjöl, sem nú hafi verið birt, sýni að nokkrir í sænsku akademíunni hafi stutt að Churchill fengi verðlaunin vegna þess að þeim leist enn verr á þann möguleika að enginn hlyti verðlaunin þetta ár.

Akademían komst á síðustu stundu að þeirri niðurstöðu, að þeir þrír rithöfundar, sem Nóbelsnefndin, sem er undirnefnd sænsku akademíunnar, hafði valið úr hópi 25 tilnefndra árið 1953, ættu verðlaunin ekki fyllilega skilið. Þetta voru þeir Halldór Laxness, bandaríska ljóðskáldið Robert Frost og breski rithöfundurinn Walter de la Mare. Meðal þeirra sem einnig höfðu verið tilnefndir til verðlaunanna þetta ár voru Spánverjinn Juan Ramón Jiménez, enski rithöfundurinn Graham Greene og bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway. Hemingway fékk verðlaunin árið 1954, og Jimínez árið 1956. Greene, Frost og de la Mare fengu verðlaunin hins vegar aldrei.

„Varðandi þá þrjá fulltrúa, sem nefndin hefur beðið akademíuna að fjalla um, þá virðist mér, við nánari athugun, vafi leika á hvort nokkur þeirra uppfyllir að fullu og öllu þau skilyrði sem sett eru fyrir verðlaununum," segir Anders Österling, þáverandi ritari sænsku akademíunnar í bréfi til félaga sinna í akademíunni.

Österling segir að ekkert sé akademíunni eins illa við og að veita ekki verðlaunin og því telji hann rétt að skoða á ný í fullri alvöru nafn Winstons Churchill, sem hafi verið tilnefndur til verðlaunanna fyrir nokkuð löngu.

Félagar í akademíunni höfðu áður velt því fyrir sér hvort það kynni ekki að vera túlkað sem pólitísk yfirlýsing, að veita Churchill verðlaunin þar sem hann var enn í fremstu röð breskra stjórnmálamanna. En Österling fullvissaði félaga sína um að þar sem átta ár væru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari væru meiri líkur á að litið yrði á verðlaunin eingöngu út frá listfræðilegum sjónarmiðum.

Churchill var fyrst tilnefndur til verðlaunanna árið 1946 og oft síðan. En Nóbelsnefndin taldi það ár í skýrslu að Churchill væri ekki verðlaunanna verður. Tveimur árum síðar var nefndin heldur mildari í garð Churchills og þá var honum lýst sem meistara hins talaða orðs. Sagnfræðingurinn Nils Ahnlund, sem þá sat í akademíunni, komst að þeirri niðurstöðu að allt bókmenntaverk Churchills, þar á meðal ræður hans, væri þess eðlis að hann væri verður Nóbelsverðlaunanna. Í rökstuðningi akademíunnar um verðlaun Churchills sagði, 15. október 1953, að hann fengi verðlaunin fyrir sagnfræði- og ævisöguskrif og fyrir að berjast fyrir viðurkenndum mannlegum gildum í ræðum sínum með meistaralegum hætti.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli