Frétt

| 17.04.2001 | 05:21Ætlunin að kanna einkafjármögnun vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar

Skipting í sveitarfélög. Kort: Vesturvegur.
Skipting í sveitarfélög. Kort: Vesturvegur.
Rannsóknarráð Vegagerðarinnar hefur samþykkt að veita áhugamannafélaginu Vegi hálfrar milljónar króna styrk til könnunar á möguleikum einkaframkvæmdar eða einkafjármögnunar á vegarlagningu milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Er þá gert ráð fyrir að slíkt megi verða til að flýta framkvæmdum frá því sem miðað er við í gildandi langtímaáætlun í vegagerð enda komi gjaldtaka af vegfarendum á móti. Jónas Guðmundsson í Bolungarvík, forsvarsmaður Vegar, segir að í framhaldinu sé gert ráð fyrir að stofnað verði sérstakt undirbúningsfélag til að skoða hugsanlega útfærslu á hugmyndinni til hlítar og fylgja henni eftir ef forsendur reynast fyrir hendi.
Félagið ritaði um miðjan febrúar bréf níu sveitarfélögum, sem málið varðar einna helst, og spurðist fyrir um viðhorf til þeirrar hugmyndar, að vegarlagning milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal verði unnin í einkaframkvæmd. Gjald yrði tekið af bifreiðum sem veginn ækju fyrstu árin enda yrði strax hafist handa við vegarlagninguna. Sveitarfélögin sem spurningunni var beint til eru Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Hólmavíkurhreppur, Kaldrananeshreppur, Kirkjubólshreppur, Reykhólahreppur, Saurbæjarhreppur og Dalabyggð.

Af þessum níu sveitarfélögum hafa fimm svarað og aðeins eitt tekur afdráttarlausa afstöðu til þessa máls, þ.e. Dalabyggð, sem „styður áform áhugamannafélagsins Vegar um vegtengingu milli Gilsfjarðar og Hólmavíkur“. Bolungarvíkurkaupstaður „telur rétt að kanna viðhorf samgönguyfirvalda og fjárveitingavalds til að leggja vegi í einkaframkvæmd á Vestfjörðum, enda hafi það ekki áhrif á aðrar fjárveitingar til samgöngumála í fjórðungnum“.

Kaldrananeshreppur lýsti yfir áhugaleysi sínu á málinu á þessu stigi. Hólmavíkurhreppur kvaðst telja „að það sé hlutverk ríkisins að leggja vegi um landið, en sveitarfélögin eiga í fullu fangi með að veita þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum“. Hreppsnefnd Kirkjubólshrepps lýsti andstöðu við það „byggðafjandsamlega viðhorf sem fram kemur í framlögðum gögnum og fela það í sér að höfuðmarkmið Vestfirðinga sé að komast á sem stystum tíma til Reykjavíkur“.

Ekki hafa fengist svör frá Ísafjarðarbæ, Reykhólahreppi, Saurbæjarhreppi eða Súðavíkurhreppi.

Framangreind hugmynd var ekki útlistuð í smáatriðum í bréfinu til sveitarfélaganna en með fylgdi ritgerð um efnið sem var lokaverkefni í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Einnig fylgdi útprentun á þeirri undirsíðu á vef félagsins, sem fjallar um þetta afmarkaða mál, og bréf til félagsins frá Ráðgjafarfyrirtækinu Nýsi hf. sem er reiðubúið að koma að verkinu náist um það bærileg samstaða og einhverjir fjármunir.

Áhugamannafélagið Vegur heldur úti sérstökum vef (vegur.is), eins og hér var getið. Þar er saman komið margháttað efni um samgöngur á Vestfjörðum og þó einkum vegamál í fortíð, nútíð og framtíð. Jafnframt er þar efni sem snertir vegamál víðar á landinu og samgöngumál almennt.

Vefur áhugamannafélagsins Vegar:
Vesturvegur

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli