Frétt

mbl.is | 23.01.2004 | 17:14Snjókoma til vandræða í Tyrklandi

Að minnsta kosti fimm manns, þar á meðal tveir skólapiltar, hafa frosið í hel í Tyrklandi í dag en þar hefur venjulegt líf gengið úr skorðum sakir mikillar snjókomu og frosthörku um nær allt land annan daginn í röð. Samgöngur og athafnalíf er lamað í stærstu borg landsins, Istanbúl og þar og víðar skapast hálfgerð ringulreið. Átta ára piltur fannst látinn í dag Evrópumeginn í Istanbúl, þ.e. vestan Hellusunds. Varð hann úti á heimleið úr skóla. Hjálparsveitir freistuðu þess að koma til hjálpar um 4.000 manns sem sátu fastir í bílum sínum víða um borgina. Gekk starf þeirra afar brösuglega vegna aðstæðna en allsherjaröngþveiti ríkti víða á vegum borgarinnar vegna bíla sem sátu fastir um allt.
Að mörgum þurfti að hlynna sem yfirgefið höfðu bíla sína og ætluðu að freista þess að komast leiðar sinnar fótgangandi í blindbyl. Beitti herinn brynvögnum til að draga bíla sem fests höfðu á götum út fyrir veg.

Í borginni Cat í austurhluta landsins fraus 13 ára drengur í hel á leið til skóla og átta félaga hans kól. Enn er leitað tveggja manna sem fylgdu hópnum til skólans.

Einnig er andlát þriggja í héruðunum Canakkale og Balikesir í vesturhluta landsins rakin til snjókomunnar og frosthörkunnar, að sögn fréttastofunnar Anatolia.

Saknað er níu manns, þar á meðal sex skólabarna, en þau fóru í morgun úr þorpi sínu í austurhluta landsins en komu ekki fram í skóla í bænum Karayzi þar sem þau hugðust keppa í íþróttum.

Neyðarástandi var lýst yfir í Istanbúl en þar voru 9.000 lögreglu- og borgarstarfsmenn kallaðir út til hjálparstarfa. „Ástandið afar óvnjulegt, aðstæður jafngilda náttúruhamförum," sagði Muammer Guler borgarstjóri, en m.a. hefur verið rafmagnslaust í um 65% borgarinnar í dag. Hafa borgaryfirvöld verið gagnrýnd fyrir ómarkvissar og óskilvirkar aðgerðir við hjálparstarfið sem hefur gengið illa vegna aðstæðna og lítils skyggnis.

Hellusundi var lokað fyrir skipaumferð í dag annan daginn í röð en um sundið fara allir skipaflutningar ríkja sem liggja að Svartahafi, þar á meðal mikill hluti útflutnings Rússa.

Þá lokuðust líka vatns- og gasleiðslur til flestra borgarhverfa og gátu því flestir hinna 12 milljóna íbúa ekki notið upphitaðra húsa í frostunum.

Veðrið er sagt koma frá Balkanskaga en frostið fór niður í sex stig og féll allt að 30 sentimetra jafnfallinn snjór í borginni síðasta sólarhring.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli