Frétt

| 15.04.2001 | 22:52Yfirlögregluþjónninn var stílisti mótsins

Nokkrir af verðlaunahöfum (allir með próteindrykkinn Primus).
Nokkrir af verðlaunahöfum (allir með próteindrykkinn Primus).
Garpamótið í samhliða svigi var haldið í Tungudal við Ísafjörð í dag, páskadag. Þetta árlega mót hefur löngum verið umdeilt sakir meintrar mútuþægni dómara og annarrar spillingar. Mikil spenna var fyrir mótið að þessu sinni og gekk á með meiri svindlbrigslum og ásökunum um mútur en dæmi eru um áður. Veðrið lék við gesti í Tungudal (mútur?) og um 600 manns fylgdust með. Mótsstaðurinn var upp með nýju Hauganeslyftunni í talsverðum bratta og sólbráð. Kynnir sem endranær var hinn fjallhressi Halldór Hermannsson sem fór á kostum eins og honum einum er lagið. Mjólkursamlag Ísfirðinga (orkudrykkurinn Primus), 3X-Stál og Gullauga styrktu mótið.
Sem fyrr var mótið útsláttarkeppni og var keppt í kvennaflokki og tvískiptum karlaflokki, 30 til 45 ára og eldri en 45 ára. Baráttan var óvenjulega hörð og lá við stóráföllum þegar menn lögðu allt undir í keyrslu niður brautina. Stórkostleg tilþrif mátti sjá en óhætt er að segja að stílisti mótsins væri Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn, sem kom sem sigurvegari í markið, skíðalaus og á maganum (sumsé varla hægt að segja að hann hafi „staðið uppi sem sigurvegari“).

Við slysi lá því að litlu mátti muna að Pálmi Stefánsson skipstjóri keyrði (sigldi) Þorstein Jóhannesson yfirlækni niður, þegar honum fipaðist í grafinni brautinni og skaust upp úr henni og nærri því yfir keppinautinn. Sem betur fer var læknir á staðnum (medice, cura te ipse). Einar Garðar Hjaltason sigraði Gísla Jón bróður sinn, jafnvel þó hann kæmi afturábak í markið.

En sigurvegarar á mótinu voru Sigrún Sigurðardóttir í kvennaflokki, Kristján Flosason í yngri flokki karla og Arnór Magnússon, Garpur síðan í fyrra, í eldri flokki. Ákveðið var að láta þessa tvo misgömlu garpa etja kappi saman og urðu þeir hnífjafnir þannig að ekki mátti sjá mun á.

Það óvæntasta á mótinu var árangur Gunnars Arnórssonar sem hlaut bronsverðlaun. Ekki er ljóst hvar togaraskipstjórinn hefur æft í laumi til að ná þessum undraverða árangri en hann hefur að vísu getið af sér margfalda Íslandsmeistara á skíðum. Kannski slíkt gangi í erfðir afturábak. Rannsóknarverkefni fyrir Kára Stefánsson í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ?

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli