Frétt

mbl.is | 22.01.2004 | 19:40Nekt selur ekki popptónlist

Bandarískar poppsöngkonur hafa að undanförnu reynt að draga fram sínar kynþokkafyllstu hliðar, meðal annars með því að klæðast sem efnisminnstum flíkum í tónlistarmyndböndum en sala á tónlist hefur verið í slakara lagi í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár að því kemur fram í frétt CNN. Aukin áhersla á kynþokka er því eflaust liður í að reyna auka söluna. Sem dæmi um þessar nýju áherslur má nefna að söngkonan Britney Spears er löngu hætt að klæða sig eins og skólastelpa og að undanförnu hefur ástríðufullur koss hennar og söngkonunnar Madonnu vakið mikla athygli.
Ekki er þó víst að meiri nekt poppsöngkvenna auki sölu á tónlistarafurðum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að áhersla á nekt á ekki upp á pallborðið á þeim tímum sem nú ríkja. Poppstjörnurnar skemmta sér eins og enn sé árið 1999, en heimurinn hefur breyst og útlitið er svartara eftir 11. september 2001. Miðlungssala á plötum Britney Spears, Pink og annarra svipaðra listamanna virðist staðfesta að nekt höfðar ekki til tónlistarkaupenda nú um stundir.

Terry Pettijohn, doktor í félags-sálfræði við háskóla Pennsylvaníu, segir að þegar svartsýni gæti og lægð sé í efnahagsmálum, eins og verið hafi í Bandaríkjunum að undanförnu, séu neytendur ginnkeyptari fyrir listamönnum sem sýni andlegan þroska. Sé þetta rétt athugað hjá Pettijohn, er hugsanlegt að umboðsmenn ýmissa poppstjarna séu að eyðileggja feril þeirra með því að leggja til að þær komi fram eins og fatafellur. Pettijohn hefur rannsakað þessi mál ítarlega og gerði ásamt öðrum rannsókn á smekk almennings á leikkonum á árunum 1932 til 1995. „Á erfiðleikatímum vildi fólk að leikkonurnar hefðu grannt andlitsfall, lítil augu og stóra höku, en þegar vel áraði áttu þær hafa fyllra andlita, stór augu og litla höku,“ segir hann meðal annars um niðurstöðurnar.

Ron Vos, framkvæmdastjóri markaðsfyrirtækis í Norður-Karólínu, segir að fólk leggi nú meira upp úr textum laga en fyrr og vilji að þeir séu innihaldsríkir og ekki dugi að hægt sé að dansa við lögin. Hann segir að þeir kvenkyns listamenn sem tekst vel upp nú um stundir spili inn á leit Bandaríkjamanna að sjálfum sér eftir 11. september. Fyrirtæki Vos vann með stjörnunum Avril Lavigne og Norah Jones og segir hann þær vera tónlistarmenn sem semja texta um tilfinningar sínar. Lavigne og Jones leggi þó einnig áherslu á kynþokka, en útlitið selji auðvitað alltaf. Ímynd þeirra sé þó fíngerðari, einlægari og þess vegna meira heillandi á erfiðum tímum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli