Frétt

| 13.04.2001 | 20:58Móðir fermingarstúlku skrifar

Á vefnum femin.is segir Vilborg m.a.:

Allt frá því á hvítasunnudegi í maílok árið 1987 hef ég verið þess vitandi að vorið 2001 yrði ég móðir fermingarstúlku. Þungi þessarar vitneskju skall þó ekki á mér af neinum sérlegum krafti þegar þetta rifjaðist upp fyrir mér síðastliðið haust, þegar dóttir mín hóf nám í kristilegum fræðum hjá séra Jakobi í Dómkirkjunni í Reykjavík. „Den tid, den sorg“, hugsaði ég með mér og sneri mér að öðru brýnna.

Þar til í febrúar að það rann upp fyrir mér að ég þyrfti að halda veislu í tilefni þessara tímamóta og ég komst að því að hefði ég viljað halda hana í annarra salarkynnum en mínum eigin hefði ég betur tekið til starfa strax síðasta haust um leið og presturinn.
„Elskan mín, vanar mömmur panta upp alla sali í borginni strax í nóvember!“ sagði maðurinn hjá veisluþjónustunni og hló. Mér var kippt tæp fjórtán ár aftur í tímann; líðanin var ekki ósvipuð og þegar ég lá 21 árs á Fæðingarheimili Reykjavíkur og barðist við að kreista mjólk úr óvönum brjóstunum með litlum árangri á meðan þriggja og fjögurra barna mæður allt í kringum mig mjólkuðu einsog ungfrú Auðhumla.is og spurðu með vorkunnarsvip: „Er þetta fyrsta þitt?“

Jæja, hugsaði ég og skipti yfir í pollýönnuskapið, þá er bara að taka því og hafa þetta heima. Það er líka miklu ódýrara og ég er sannarlega öll af vilja gerð til að viðhalda fjárhagslegu sjálfstæði mínu. (Mér finnst það miklu betra orðalag en að segjast vera „fastheldin á peninga“. Fyrr á tíð er ég ekki frá því að fit-kostnaður, vanskilagjöld og dráttarvextir fjölskyldunnar hafi dugað langt upp í fjallajeppa fyrir bankastjóra, sem á þeim tíma voru einmitt mjög til umræðu í fjölmiðlum.)

Innan skamms komst ég að því hvað ég var lánsöm að hafa ekki sett fé mitt í leigu á sal úti í bæ, það var vissulega mikil þörf á því í annað. Til að mynda myndatökuna. Eftir lauslega verðkönnun og hringingar í hinar ýmsu ljósmyndastofur á höfuðborgarsvæðinu komst ég að því á hverju ljósmyndarar lifa: Fermingarmyndatökum. Verðlagið fyrir þetta tíu til fimmtán myndir límdar með tonnataki í sérstakt fermingarmyndaalbúm (svo að það sé ekki hægt að ná þeim úr og gefa ættingjum og losna þannig við að þurfa að kaupa stækkuð aukaeintök) er ríflega 20.000 kall og þrjú til fjögur þúsund fyrir hverja stækkun. Ég fór með bænirnar og spurði sjálfa mig og guð að því hvort ég gæti látið það spyrjast um mig að ég færi ekki með einkadóttur mína á ljósmyndastofu á fermingardaginn. Guð sagði að þetta væri mitt mál og ég ákvað að taka lægsta tilboði hjá ljósmyndara sem var til í að selja mér 12 mynda tilboð í 8 mynda albúm, þannig að ég hefði fjórar lausar fyrir nánustu ættingjana.

Því næst voru það fylgihlutainnkaupin. Þið sem eruð ekki „vanar mömmur“, haldið ykkur fast: Sérstakt fermingarkerti þarf til að geta haldið fermingarveislu, með gylltri áletrun, nafni barnsins og fermingardegi. Einnig servíettur með sams konar gylltri áletrun. Og sálmabók, líka með gylltri áletrun. Stúlkur þurfa sérstaka næfurþunna blúnduhanska ásamt blúnduvasaklút í stíl sem stungið er inn í sálmabókina svo að rétt sést í eitt horn á honum. Borðskreytingu með blómum (að sjálfsögðu í stíl við litinn á kertinu og servíettunum) sakar ekki að hafa og svo þykir líka tilvalið að skreyta stærstu tertuna með plaststyttu af fermingarstúlkunni. Dóttir mín skannaði kertategundir, litaúrval, servíettur og leturgerðir af miklum áhuga í versluninni sem seldi öll þessi herlegheit á meðan ég starði stjörf á verðmiðana. Plaststyttan, sem líktist dálítið langömmu fyrrverandi mannsins míns, kostaði 1.069 krónur. Vasaklútsræksnið, litlu stærra en frímerki, 780 krónur. Hanskarnir 900 krónur. Sálmabókin sem mun eflaust taka sig vel út á fermingarmyndunum en skreyta bókahillu eftir það rúmar 2.000 krónur með gyllingunni. Kertin voru reyndar til mjög ódýr, en dóttir mín fussaði þegar ég benti á eitt sem búið var að gylla með „Ferming, fylg þú mér“ á 200 kall. Góði Guð, bað ég í huganum, fáðu hana til að velja ekki stærstu kertin. Fermingarstúlkan tilvonandi féllst á miðstærð af kerti á miðverði, var sammála mér um styttan væri ljót og við ákváðum að athuga hvort litla systir mín, sem fermdist fyrir tíu árum, ætti ekki til hjá sér vasaklútinn og hanskana...

Vilborg Davíðsdóttir: Ferming, fylg þú mér...

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli