Frétt

| 13.04.2001 | 16:52„Ísafjörður er í hugum landsmanna samnefnari menningar og lista“

Requiem eða Sálumessa Mozarts verður flutt í Ísafjarðarkirkju í kvöld, föstudaginn langa. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því að Sálumessan er eitt af stórvirkjum tónbókmenntanna. Flytjendur eru Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar sem Beáta Joó stjórnar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna sem Ingvar Jónasson stjórnar, og einsöngvararnir Guðrún Jónsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Jónasar Tómassonar tónskálds og organista á Ísafirði.
Með gildum rökum má segja, að flutningur Sálumessu Mozarts í Ísafjarðarkirkju sé hápunktur Skíðaviku Ísfirðinga 2001. Þetta er jafnframt eitt af mörgum skýrum dæmum þess, að hátíðahöld Skíðavikunnar snúa að mörgu öðru en skíðamennsku, enda þótt skíðin séu samnefnari þeirrar menningarhátíðar og þess mannfagnaðar sem haldinn er á Ísafirði um dymbilviku og páska á hverju ári.

Gefin hefur verið út vegleg tónleikaskrá fyrir tónleikana í kvöld. Þar ritar m.a. Sigurður Jónsson um Jónas Tómassson tónskáld og organista, sr. Magnús Erlingsson um sálumessur og Ingunn Ósk Sturludóttir um Wolfgang Amadeus Mozart og sálumessu hans. Sagt er frá einsöngvurum og stjórnendum, Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Þar er einnig texti sálumessunnar, bæði á latínu og í þýðingu séra Matthíasar Jochumssonar.

Inngang að tónleikaskránni ritar Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og félagi í Hátíðarkórnum. Inngangsorð Birnu fara hér á eftir.


Með viljann að vopni

Það telst til tíðinda í stórborgum heimsins þegar hátt í hundrað tónlistarmenn stilla saman strengi sína, bæði raddir og hljóðfæri, til að flytja eina af merkustu perlum sígildrar kórtónlistar. Þeim mun meiri viðburður er það þegar ráðist er í slíkt þrekvirki á svæði, sem telur innan við sex þúsund íbúa. Sá metnaður sem Tónlistarskóli Ísafjarðar sýnir nú með flutningi á Sálumessu Mozarts er þó mjög í anda Jónasar Tómassonar, organista, tónskálds, bóksala og frumkvöðuls í tónlistarkennslu á Ísafirði, en um þessar mundir eru 120 ár liðin frá fæðingu hans og eru tónleikarnir haldnir í minningu hans. Það er því einkar vel við hæfi að þeim liðsauka, sem Tónlistarskólanum berst sunnan úr Reykjavík, skuli vera stjórnað af syni Jónasar, Ingvari. Farsælt samstarf við hann er orðið fastur liður í vorverkunum á Ísafirði. Það sýnir í hnotskurn að fjarlægðin skiptir ekki höfuðmáli þegar samstarfsviljinn er fyrir hendi.

Þessi vilji til samstarfs endurspeglast í mannlífinu á norðanverðum Vestfjörðum. Þótt Ísafjörður státi af fjölmörgu áhugafólki um söng væri Hátíðarkórinn helst til þunnskipaður ef ekki kæmu til kórfélagar búsettir í nærliggjandi byggðum, allt frá Önundarfirði og Súgandafirði til Súðavíkur og Bolungarvíkur; fólk sem leggur á sig talsverð ferðalög til að taka þátt í æfingum og undirbúningi. Þess utan hefur Hátíðarkórinn á sér alþjóðlegt yfirbragð, því nærri lætur að tíundi hver kórfélagi sé af erlendu bergi brotinn en búsettur hér um lengri eða skemmri tíma.

Þeir sem hneigjast til kórsöngs eru oft og tíðum önnum kafnir í margskonar félagsstarfi og því getur stundum reynst þrautin þyngri að ná fólki saman. Sunnudagssíðdegin urðu fyrir valinu til æfinga sem þó gat stangast á við ýmsar aðrar uppákomur í fjölbreyttu menningarlífi vetrarins. Þegar efnisvalið er eins krefjandi og sjálf Sálumessan verður að taka slík frávik með í reikninginn. Fjórtán sunnudögum eftir að blásið var til fyrstu æfinga virðist dæmið ætla að ganga upp. Útkoman er samstilltur hópur fagfólks og áhugamanna, sem með túlkun sinni á stórfenglegu verki meistarans vill leggja lóð á vogarskálar í íslensku tónlistarlífi, jafnframt því að votta gengnum forvígismanni virðingu sína.

Það er einstakt að fá tækifæri til að taka þátt í tónlistarviðburði af þessu tagi. Fyrir bæjarfélag á borð við Ísafjarðarbæ er það ómetanlegt að geta státað af svo margbreytilegu menningarlífi sem flutningur Sálumessu ber vitni um. Tónlistarskólinn hefur átt sinn stóra þátt í því að Ísafjörður er í hugum landsmanna samnefnari menningar og lista. Sú ímynd styrkir stoðir sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp og hún er ein af forsendum þess að við getum náð vopnum okkar á ný.

Birna Lárusdóttir,
kórfélagi og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli