Frétt

mbl.is | 20.01.2004 | 14:04Norræna hefði sokkið ef henni hefði ekki verið siglt í höfn

Sjópróf fóru fram í Þórshöfn í Færeyjum í gær vegna óhappsins þegar farþegaferjan Norræna sigldi utan í hafnarkant í innsiglingunni í Þórshöfn í síðustu viku. Fram kom í máli skipstjóra Norrænu að ef hann hefði ekki snúið við strax hefði skipið sokkið á ytri höfninni eða að hann hefði þurft að sigla því í strand. Þá hefði hann misst samband við vélar skipsins frá brúnni og það orðið vélarvana við innsiglinguna. Einnig hefðu veltiuggar ekki virkað sem skyldi og staðfesti hann að drepist hefði á vélum skipsins í stuttan tíma (blackout) í fárviðri á milli Íslands og Færeyja. Áætlunarsiglingar Norrænu til Íslands og Noregs liggja niðri eftir óhappið.
Högni Djurhuus, fréttamaður á færeyska ríkisútvarpinu, var við sjóprófin í gær. Hann segir að komið hafi fram að Norræna ætti að þola hliðarvind að hámarki 19,3 m/s. þegar verið væri að snúa skipinu á lítilli ferð. Í meiri vindi hafi skipið ekki nægilegt afl á hliðarskrúfum til þess að sigla upp í móti vindinum. Áhöfnin hafði fengið upplýsingar um að vindstyrkur væri á milli tíu og sautján metrar á sekúndu. Í því að skipið beygir inn í höfnina kemur él og vindstyrkurinn fer yfir 20 m/s. Þannig að skipið rak undan vindinum. Skipstjórinn sagði að hann hefði gert allt sem í hans valdi hefði staðið en ekki hefði verið við neitt ráðið og Norræna rekist utan í hafnargarð.

Fram kom í máli fyrsta stýrimanns að skipið hefði líka kennt botns og önnur aðalskrúfa skipsins, bakborðsmegin, snerti botn og skemmdist mikið.

Skipstjórinn ákvað að sigla frá og út fyrir höfnina og gera aðra tilraun en þá rakst skipið aftur í og stórt gat kom á skrokkinn miðskips og sjórinn streymdi inn. Yfirvélstjóri Norrænu sagði við sjóprófin að sér reiknaðist til að um eitt hundrað og fimmtíu tonn af sjó hefðu streymt inn í skipið. Reynt var að gangsetja dælur um borð en það gekk erfiðlega.

Þá var tekið til þess ráðs að dæla sjó á milli jafnvægistanka skipsins í þeim tilgangi að lyfta gatinu upp fyrir yfirborðið. Þegar reynt var í annað sinn endurtók sagan sig, skipinu hlekktist á á sama stað og fyrr.

Högni Djurhuus segir að skipstjóri Norrænu hafi sagt að ef hann hefði ekki snúið við strax hefði skipið sokkið eða hann hefði þurft að sigla því í strand.

Fram kom í máli skipstjórans að hann hefði misst samband við vélar skipsins frá brúnni og að skipið hafi orðið vélarvana en tveir menn í vélarrúminu sögðu að vélarnar hefðu verið í gangi allan tímann. Fyrsti stýrimaður, sem var aftur í skut skipsins, sagði að ekkert rót hefði sést frá skrúfum skipsins.

Einnig kom fram i máli skipstjórans við sjóprófin að veltiuggar hefðu ekki virkað sem skyldi og staðfesti hann að drepist hefði á vélum skipsins í stuttan tíma (blackout) í fárviðri á milli Íslands og Færeyja.

Að sögn Kára Durhuus, blaðafulltrúa Smyril Line, útgerðarfélags Norrænu, hefur ekki enn tekist að meta tjónið til fulls. Unnið er að því að gera skipið haffært svo sigla megi því til meginlands Evrópu þar sem gert verður við það. Að sögn Kára er ekki enn vitað hvar gert verður við skipið. Vetraráætlun Smyril Line breytist í kjölfar óhappsins. Gamla Norræna hefur verið tekin í notkun en eingöngu verður siglt frá Hanstholm í Danmörku til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum og Þórshafnar í Færeyjum. Áætlunarsiglingar til Seyðisfjarðar og Bergen í Noregi liggja því niðri eftir óhappið.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli