Frétt

mbl.is | 19.01.2004 | 15:21Kvikmyndahúsagestir varaðir við því að taka upp myndir

Við áhorfendum kvikmyndarinnar Síðasta samúræjanum sem sýnd er í Háskólabíói og Sambíóunum, blasir á tjaldinu áður en sýning myndarinnar hefst, tilkynning frá Samtökum útgefenda myndefnis á Íslandi (SMÁÍS) um að lögum samkvæmt sé refsivert athæfi að afrita eða reyna að afrita kvikmyndina og að refsing geti varðað allt að tveggja ára fangelsi.
Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að kvikmyndahúsagestir megi eiga von á fleiri tilkynningum af þessu tagi á næstunni.

Hallgrímur segist ekki vita þess dæmi að myndataka hafi verið reynd í kvikmyndahúsum hér á landi. Slíkt er vaxandi vandamál erlendis einkum eftir að farið var að framleiða mjög litlar myndbandsupptökuvélar. Þá eru kvikmyndir sem afritaðar eru ólöglega settar á Netið þar sem unnt er að nálgast þær eftir krókaleiðum og hlaða inn í tölvuna hjá sér.

Hallgrímur segir frumkvæðið koma frá erlendum samtökum sem SMÁÍS er aðili að, Motion Picture Association (MPA) og vera einn lið í hertum aðgerðum gegn svonefndum sjóræningjamyndum, þ.e. ólölega afrituðum myndum.
Síðasti samúræinn (e. The Last Samurai) er önnur myndin þar sem tilkynning SMÁÍS birtist við en hin var Meistari og sjóliðsforingi (e. Master and Commander) með Russel Crowe.

Hallgrímur segir að stefnt sé að því að fræða kvikmyndahúsagesti með fræðslu í auglýsingahléi. Hann segir að Íslendingar séu mjög snemma á ferðinni með að sýna Síðasta samúræjann og almennt sé það þannig með kvikmyndasýningar hér á landi.

Hallgrímur segir það oftast nær vera þannig að ólöglegt sé að sækja sér afritaðar myndir á Netið en það sé þó lagatúlkunaratriði. Hann segir öryggiskröfur fyrirtækja í Hollywood í Bandaríkjunum hafa aukist til muna. Til að mynda hafi verið ráðnir sérstakir öryggisverðir til að fylgjast með framleiðsluferli þriðju myndarinnar í Hringadróttinssögu til að tryggja að ekki væri unnt að smygla út úr framleiðsluverinu eintaki af myndinni.

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli