Frétt

| 11.04.2001 | 10:29Að kunna að semja í sjómannaverkfalli

Þrátt fyrir allt lifa Íslendingar að mestu af sjávarafurðum. Framlag sjávarútvegsins til íslenska þjóðarbúsins er langstærsti einstaki hluturinn í útflutningstekjum, sennilega milli 65 og 70%, þótt bæði stóriðja og ferðaþjónusta hafi vaxið. Litlu skilar verðbréfamangið til þjóðarinnar en sennilega meiru í einstaka vasa. Mikilvægi sjávarútvegsins, fiskveiða og fiskvinnslu, verður ekki ofmetið. Þess vegna er brýnt að ljúka samingum sjómanna og útgerðarmanna. Því miður virðist óravegur á milli sjónamiða og sjaldan hafa sjómenn átt lengra í land, svo gripið sé til myndlíkingar. Hið sama gildir um útgerðarmenn.

Margt kemur til. Í raun hafa sjómenn og viðsemjendur þeirra ekki samið í undanförnum kjaradeilum. Alþingi hefur gripið fram fyrir hendur semjenda og talið sig hafa til þess ærinn rök á undanförnum árum. Að sumu leyti má fallast á það, en gallinn við þessa frammítöku löggjafarvaldsins er augljós: Sjómenn og fulltrúar útgerðarinnar kunna ekki þá list að setjast að sama borði og vinna sig í gegnum ferlið sem leiðir til sameiginlegrar niðurstöðu, samninga um kaup og kjör.

Við sem stöndum hjá og reynum að átta okkur á því hver ásteytingarsteinninn er í kjaradeilunni erum litlu nær þrátt fyrir fréttir. Þær eru nefnilega fáorðar um hvað veldur að samningar takast ekki. Helst er að sjá og heyra að útgerðirnar vilji fækka mönnum í áhöfnum vegna tækniframfara og á hinn bóginn vilji sjómenn það ekki. Þetta hvort tveggja er auðskilið, því hver stendur ekki vörð um hagsmuni sína? En í fréttaskýringar eða frásagnir sjómanna og útgerðarmanna vantar útlistun á því hvað í raun er verið að tala um. Fákunnandi um sjómennsku vita ekki annað en að sjómenn hafi það gott, þrátt fyrir allt. Kannski er það einmitt þess vegna sem verkalýðshreyfingin í landi, sem alltaf er semja, rís ekki upp og krefst þess með með aðgerðum af einhverju tagi, að vinnuveitendur, útgerðir og útgerðarmenn, ljúki samningum strax. Sú staðreynd er löngu kunn, að fáir hafa samúð með hálaunamönnum.

Sjómenn hafa að nokkru leyti skákað í því skjólinu, að eiga virðingu almennings fyrir erfið og mikilsverð störf sín. En á hinn bóginn mættu þeir vera duglegri að kynna fyrir okkur í hvað fólgið er í þeim. Orðið sjómaður hefur ekki alltaf sömu merkingu. Sjómaðurinn á frystitogaranum býr við annað vinnuumhverfi en hinn er sækir sjóinn á hraðbáti úr plasti. Samúð Vestfirðinga með málstað sjómanna er vafalaust meiri en þeirra sem búa í Reykjavík og eru í snöggtum minni tengslum við sjómennsku en hér er alvanalegt, þó mörgum þyki sérkennilegt hve margir sjómenn á togurum, sem gerðir eru út frá Ísafirði, skuli búa syðra og greiða þangað útsvar og opinber gjöld.

Þannig fjarlægist sjómaðurinn almenning æ meir og verður í hugum hans aðeins andstæðingur útgerðarmannsins í kjaradeilu en ekki máttarstólpinn í byggðinni sinni. En þeir verða samt að læra að semja, annað gengur ekki.


bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli