Frétt

| 11.04.2001 | 12:53Stefnt að þróun nýjunga á sviði rafrænna samskipta í heilbrigðiskerfinu

Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Samningur milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) um flutning gagna úr sjúkraskrám í gagnagrunn á heilbrigðissviði var undirritaður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á fimmtudag síðustu viku, eins og hér var greint frá. Samningurinn er hliðstæður öðrum samningum sem ÍE hefur gert við heilbrigðisstofnanir víða um land. Naumast er mjög fréttnæmt að enn einn slíkur samningur skuli gerður. Fréttnæmt verður aftur á móti að teljast, að auk samningsins var undirrituð viljayfirlýsing um samstarfs- og þróunarverkefni ÍE og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, langt umfram það sem samningurinn tekur til. Slíkt er einsdæmi á þessu sviði í samskiptum ÍE við íslenskar heilbrigðisstofnanir.
Að undirbúningi þessa máls hefur verið unnið síðustu mánuði, eftir að fram kom gagnkvæmur vilji um slíka samvinnu og eindreginn vilji Ísafjarðarbæjar til þess að stuðla að slíku með öllum ráðum. Jafnframt voru athugaðir möguleikar á hliðstæðu samstarfi við fleiri íslensk stórfyrirtæki á sviði heilsufarsrannsókna og rafrænna samskipta og gagnavinnslu. Ólafur Sigurðsson, sjóðsstjóri Talentu-Líftækni hjá Íslandsbanka-FBA, var fenginn til að samræma undirbúningsvinnuna og ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers (PWC) var fengið til að gera úttekt á þeim möguleikum sem eru til sameiginlegra verkefna ýmissa aðila hér vestra.

Á fundi á Ísafirði á fimmtudagsmorgun í síðustu viku voru saman komnir fulltrúar frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ, Íslenskri erfðagreiningu, Ísafjarðarbæ, fyrirtækjunum Skýrr, Taugagreiningu, Landspítala-háskólasjúkrahúsi og Framtíðartækni, svo og fyrirtækjunum Snerpu, Vestmarki, Símanum á Ísafirði, VST á Ísafirði, Teiknistofunni kol & salt, Póls og 3X-Stáli. Þar kynnti Ólafur Sigurðsson ýmsa möguleika á samstarfi og samvinnuverkefnum og fór yfir þætti úr úttekt PWC. Úttektin mun hins vegar ekki liggja fyrir fullfrágengin fyrr en eftir páska. Á þessum fundi voru síðan undirritaðar viljayfirlýsingar um samstarf milli Taugagreiningar og Skýrr annars vegar og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ hins vegar, í sama anda og áðurnefnd yfirlýsing milli ÍE og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.

Þeim sem unnið hafa að undirbúningi þessarar samvinnu virðist blasa við, að fjölmargir möguleikar séu fyrir hendi og raunar ekki nærri allir ljósir enn. Ætlunin er að fara rólega af stað og vanda allan undirbúning og flana ekki að neinu með ótímabærum yfirlýsingum, heldur leitast við að koma verkefnum af stað eftir því sem hægt verður. Enda þótt nokkur ísfirsk fyrirtæki hafi verið með í undirbúningnum í fyrstu atrennu er ekkert sem segir, að ekki gætu fleiri komið þar að.

Hér á eftir fara viljayfirlýsingar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar ehf., Taugagreiningar hf. og Skýrr hf.


VILJAYFIRLÝSING
Samstarfs- og þróunarverkefni
Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ
og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE)


Í drögum að samningi milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og ÍE um vinnslu heilsufarsupplýsinga til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði er í 9. gr. svohljóðandi ákvæði:

Íslensk erfðagreining og Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ munu kanna grundvöll fyrir samstarfi á gildistíma samnings þessa varðandi þróunarverkefni er tengjast gerð og hagnýtingu sjúkraskrárkerfa eða varðandi önnur skyld verkefni. Aðilar skulu gera sérstakt samkomulag um einstök slík verkefni.

Hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ er fyrir hendi yfirgripsmikil sérfræðiþekking og reynsla á mjög mörgum sviðum, auk þess sem aðstæður allar og stærð stofnunarinnar eru með þeim hætti, að mjög ákjósanlegt er að eiga samstarf við stofnunina um þróun ýmissa nýmæla á sviði rafrænna samskipta sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Það er Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ engu að síður mikilvægt að nýta þá sérþekkingu og áhuga, sem innan stofnunarinnar býr, til að tryggja viðgang starfseminnar og framtíð, m.a. með því að ná samstarfi við aðila sem geta unnið með heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ til að styrkja faglegt og rekstrarlegt umhverfi stofnunarinnar og stuðla að öflugri þróun.

Framantaldir þættir eiga að vera yfirskrift á öllum þeim þróunar- og samstarfsverkefnum sem Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ og ÍE ákveða að vinna að í sameiningu. Eins og fram kemur í umfjöllun um einstök verkefni eða verkefnahluta þarf að gera sérstakar verk- og fjárhagsáætlanir fyrir hvert þeirra, auk þess sem í ákveðnum tilvikum þarf að gæta að lagaramma verkefna og leita leyfa siðanefnda og Persónuverndar. Þess vegna þarf að setja sum verkefnin upp sem sérstök vísinda- eða þróunarverkefni og setja þau fram eftir þeim reglum sem um slík

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli