Frétt

politik.is - ritstjórnargrein | 18.01.2004 | 18:54Vanhæfir þingmenn

Á síðasta fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis urðu miklar umræður um meint vanhæfi Péturs Blöndals að sitja í nefndinni á meðan málefni yfirvofandi sölu á SPRON væru til umfjöllunar í henni. Eins og kunnugt er þá er Pétur Blöndal einn af stofnfjáreigendum SPRON ásamt því að vera stjórnarmaður í fyrirtækinu. Pétur reyndi einnig fjandsamlega yfirtöku síðastliðið sumar á SPRON sem ekki tókst m.a. vegna lagaannmarka.
Vegna þessarar sérstöku stöðu Péturs Blöndals í málinu fluttu við fulltrúar Samfylkingarinnar í þessu máli í nefndinni tillögu um að Pétur myndi víkja frá vegna persónulegra hagsmuna þar sem það væri ljóst að hann hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því hvernig nefndin mun taka á málinu.

Eins og eðlilegt væri þá hefði maður talið að dómgreind Péturs Blöndal myndi einnig leiða hann að þessari niðurstöðu og hann myndi víkja sæti á meðan þessu máli stæði. Annað kom á daginn og fundurinn dróst á langinn um þetta atriði málsins.

Biðin langa og stranga

Það hefur verið gert talsvert úr því í fjölmiðlum að fjöldinn allur af fólki hafi þurft að bíða á meðan þingmenn tókust um meint vanhæfi Péturs Blöndals. Pétur hefur hins vegar látið að því liggja að þetta hafi nú allt verið Samfylkingunni að kenna þar sem um hafi verið að ræða tillögu frá henni.

Þvílík firra. Um er að ræða grundvallaratriði um vanhæfi þingmanns sem hefur beina og persónulega hagsmuni af máli sem er til meðferðar í þingnefnd. Auðvitað er slæmt að þurfa að láta gesti bíða, sérstaklega ef þeir eru komnir langt að. En þótt gestir þurfi að bíða vegna þessa grundvallaratriðis þá er einfaldlega meira í húfi en þeirra bið.

Að sjálfsögðu hefði Pétur átt að hlífa öllum viðeigandi aðilum og þar á meðal sínum eigin flokksmönnum fyrir þessu máli með því að gera hið eina rétta í málinu og víkja og útrýma þar um leið allri tortryggni í sinn garð. Pétur Blöndal vissi einnig mæta vel að meint vanhæfi hans yrði rætt á fundinum þannig að hann hefði vel getað gert ráðstafanir fyrir því í dagskránni.

Geta þingmenn verið vanhæfir?

Þetta mál snýr að vanhæfi þingmanna og hvort þeir geti yfir höfðu verið vanhæfir. Að mínu viti er út í hött að halda því fram að þingmenn geti aldrei orðið vanhæfir enda hafa fjölmörg þjóðþing í kringum okkur sett reglur um hvenær þingmenn eru vanhæfir og hvenær ekki. Eðli löggjafarstarfsins hér á landi getur ekki verið það frábrugðið löggjafarstarfi annarra þinga að engar vanhæfisreglur geti eðli málsins samkvæmt gilt.

Þau sjónarmið sem liggja að baki bæði skriflegum og óskrifuðum vanhæfisreglum hljóta einnig að eiga við þingmenn. Það má því ætla að óskráðar réttarreglur um sérstakt hæfi gildi um alþingsmenn og ekki er rétt að hengja sig í að skrifaðar vanhæfisreglur sé ekki að finna um þingmenn. Mýmargar réttarreglur eru til þó þær séu ekki skrifaðar. Meira að segja er mesta grundvallarregla skaðabótaréttarins, hin almenna skaðabótaregla, óskráð.

Óskrifaðar vanhæfisreglur

Fyrir setningu stjórnsýslulaganna árið 1993 voru vanhæfisreglur taldar vera í fullu gildi þótt óskráðar væru. Slíkt kemur skýrt fram í athugasemdum með stjórnsýslulögunum og hefur það einnig verið staðfest bæði af dómstólum og Umboðsmanni Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest að vanhæfisreglur eru ekki einungis þær sem má finna skriflega í 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 heldur einnig séu til ólögfestar vanhæfisreglur (sjá t.d. mál 2903/1999).

Meginregla um vanhæfi þingmanna hlýtur að vera í anda þeirra vanhæfisreglna sem til eru skriflegar og þá er nærtækast að líta til stjórnsýslulaga og sveitarstjórnarlaga. Í athugasemdum um 3. gr. stjórnsýslulaga kemur fram að starfsmaður teljist vanhæfur hafi hann einstaklega hagsmuni af úrlausn málsins, svo sem ágóða, tap eða óhagræði. Í 1. mgr. 19. gr. sveitastjórnarlaga nr. 45/1998 kemur fram að sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.

Þótt stjórnsýslulög nr. 37/1993 taki ekki til starfsemi Alþings þá er varla hægt að telja rétt að þingmenn geti gert minni kröfur til síns en embættismenn og sveitastjórnarmenn þegar kemur að spurningum um eigið vanhæfi vegna hugsanlegs persónulegs ávinnings og hagsmunaárekstra.

Ef um væri að ræða starfsmann framkvæmdarv

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli