Frétt

kreml.is – Signý Sigurðardóttir | 18.01.2004 | 18:49Er Mogginn SANNLEIKURINN – með stórum?

Það kemur mér sífellt á óvart hversu ósjálfstæðir blaðamenn geta verið við vinnu sína. Í kvöld varð ég enn einu sinni vitni að því. Þarna sátu þrír blaðamenn og spurðu Jón Ásgeir Jóhannesson í þaula á Pressukvöldi Ríkissjónvarpsins. (Raunar yfirleitt svo afspyrnuleiðinlegur þáttur að ég nenni ekki að horfa á hann en ég gerði það núna, mátti til). Þarna sátu þessir þrír blaðamenn og ítrekuðu æ ofan í æ skoðanir forsætisráðherra og ritstjórnar Morgunblaðsins og létu eins og þær væru skoðanir almennings í þessu landi – er það endilega svo? Ég efast ekkert um að þannig líta þessir aðilar á það, þ.e. ritstjórn Morgunblaðsins og forsætisráðherra en ég er hreint ekki svo viss um að þeir viti allan SANNLEIKANN í málinu – þ.e. hvað meirihlutanum í þessu landi finnst.
Mér finnst það fyndið núna en ég get lofað ykkur því að mér hefur sko alls ekki alltaf fundist það fyndið hvernig ritstjórn Morgunblaðsins skrifar alltaf eins og hún ein viti. Þessi setning hefur verið lífseig í íslensku samfélagi “Mogginn lýgur ekki?. Menn hafa sagt þetta í hálfkæringi en samt í nokkurri alvöru því Morgunblaðið hefur löngum verið meðhöndlað þannig í þessu landi að þar fari SANNLEIKURINN sem ekki þurfi að efast um. Við öll sem höfum lifað í þessu samfélagi síðustu áratugina og höfum ekki endilega verið sammála þeirri pólitísku sýn sem blaðið hefur höfum ekki alltaf verið yfir okkur kát yfir þeirra meðhöndlun á málum. Og mörg okkar erum áreiðanlega ekki tilbúin að skrifa upp á þeirra sé og hafi verið sannleikurinn.

Morgunblaðið hefur alla mína ævi til þessa haft ægivald í samfélaginu og nánast getað stýrt margri umræðunni að sínum geðþótta. Það er mér og vonandi mörgum öðrum ekkert annað en sérstakt gleðiefni að til verði álíka sterkir fjölmiðlar á markaðnum. Með þessum orðum mínum er ég ekki að leggja sérstaka blessun mína yfir Fréttablaðið eða DV enda get ég ekki sagt að ég sé afspyrnukát með þessa fjölmiðla. Hvorgt þessara blaða hugnast mér sérstaklega það fyrrnefnda karllægt með afbrigðum og hið síðarnefnda samt við sig með blaðamennsku sem höfðar ekki sértaklega til mín. En ég gleðst samt yfir að þau eru til - ef ég er alveg hreinskilin ekki síst vegna þess að þau eru mótvægi við Morgunblaðið. Ég skal alveg játa það hreinskilningslega að ég er glöð yfir að til sé fjölmiðill á markaðnum sem ógnar veldi Morgunblaðsins – það er sannarlega gleðiefni og óskandi að hann eflist sem mest þó ekki væri nema þess vegna!

Það er ekkert sjálfsagt við það að allir fréttamenn allra fjölmiðla skuli enn á árinu 2004 láta eins og það sem ritstjórar Morgunblaðsins segja sé það sem landsmönnum öllum finnst. Þó að Morgunblaðið og raunar forsætisráðherra fari mikinn og tali um hringamyndanir og nauðsyn þess að setja lög yfir slíka starfsemi hér á landi og ég veit ekki hvað og hvað. Þá er ekkert víst að það sé það sem almenningur í þessu landi er að hugsa. Við erum ekki öll þegnar þessa samfélags sammála Morgunblaðinu og ekki forsætisráðherra heldur! Má ég endilega biðja fjölmiðlamenn þessa lands að muna það!

Svona í lokin verð ég geta þess að með þessum orðum mínum er ég ekki að vorkenna Jóni Ásgeiri sérstaklega vegna þáttarins sem varð tilefni þessarar greinar. Það fór aftur á móti sérstaklega mikið í taugarnar á mér hvernig fréttamennirnir spurðu hann. Það skiptir mig sem neytanda fjölmiðla hér á landi máli hvernig blaðamenn taka á málum og ég get alls ekki samþykkt það að þeir séu svo litaðir af ægivaldi Morgunblaðsins að þeir meðhöndli málefni eins og það sem þar er sagt sé sannleikurinn með stórum stöfum. Það er mál að linni!

Signý Sigurðardóttir.

Kreml.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli