Frétt

Leiðari 15. tbl. 2001 | 11.04.2001 | 10:27„Ég kveiki á kertum mínum“

Dymbilvikan. Páskavikan. Skíðavikan. Vikur sem um árafjöld hafa verið óaðskiljanlegar í skíðabænum Ísafirði. Og verða um ókomin ár.

Vikan sem við Ísfirðingar köllum skíðaviku er tími útiveru og ferðalaga; tími fjöldans til að hrista af sér innivistardrungann og slenið, hlaða batteríin. Í skíðavikunni leynist kærkominn samverutími, sem í hinu daglega amstri virðist ekki of mikið af fyrir fjölskylduna. Árum saman hefur skíðavikan á Ísafirði einnig verið tími stefnumóts vina og ættmenna. Árlega heimsækja brottfluttir Ísfirðingar gamla bæinn sinn á skíðaviku. Svo verður vonandi áfram. Sú taug er dregur þá föðurtúna til má ekki rofna.

Dymbilvika og páskar fela í sér eina mestu trúarhátíð þess fólks sem kristið kallast. Innreið Krists í Jerúsalem á pálmasunnudag, síðasta kvöldmáltíðin, krossfestingin á föstudaginn langa þar sem sami lýðurinn og áður hafði sungið Meistaranum lof og dýrð kallaði blóð hans yfir sig og börn sín; að lokum sigur lífsins yfir dauðanum á hinum þriðja degi.

Einhvern veginn líða þessir dagar á líkan hátt ár eftir ár. Útivist á skíðaviku með hefðbundum hætti eftir veðurfari. Hlutverk kirkjunnar í dymbilviku og um páska í föstum skorðum, óháð veðurguðum.

Sjaldan leiðum við hugann að því hvernig eitt og annað varð til. Í dag er allt talið svo sjálfsagt. Hvernig varð til sálmur þjóðskáldsins frá Fagraskógi: Ég kveiki á kertum mínum?

Rifjum þetta upp í tilefni páskahátíðarinnar. Kirkjuferð skáldsins á föstudaginn langa, með litla, bæklaða telpu, sem dvaldi á sama hóteli, skammt frá Osló, eftir að móðir telpunnar hafði daufheyrst við óskum hennar um að fara til kirkju, var kveikjan: ,,Ég fann til með telpunni, kenndi í brjósti um hana. Ég gaf mig á tal við konuna og bauðst til þess að fara með barnið. Hjálp mín var vel þegin. Ég tók telpuna í fang mér og bar hana til kirkjunnar. Guðsþjónustan var látlaus og hátíðleg. Þegar við komum aftur heim á hótelið, dró ég mig í hlé – og sálmurinn: Ég kveiki á kertum mínum, varð til.“

Allt það sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér, sagði Hann sem á þeim degi sem skáldið frá Fagraskógi kveikti á kertum sínum bað um fyrirgefningu til handa okkur mönnunum af því við vissum ekki hvað við gerðum.

Bæjarins besta óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.
s.h.

Tilvitnun:
Pétur Sigurgeirsson, biskup: Ég kveiki á kertum mínum.
Skáldið frá Fagraskógi – Endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli