Frétt

mbl.is | 16.01.2004 | 17:44Guðbjörg Sveinsdóttir: Fólk í Bam kvíðir framtíðinni

Guðbjörg Sveinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í írönsku borginni Bam, segir að af því fólki sem komi á sjúkrahús hjálparsamtaka í borginni sé um helmingur með einkenni áfallastreitu. Þörf á sálrænum stuðningi sé gífurleg en flestir hafi misst náinn ættingja. Fólk kvarti undan því að sums staðar gangi illa að sinna frumþörfunum og fólk kvíði framtíðinni. Hefur verið lagt til að sérstakt tjald verði á sjúkrahússvæðinu fyrir sálrænan stuðning og fræðslu. Bam er nánast rústir einar eftir jarðskjálfta sem reið þar yfir 26. desember en talið er að 41-45 þúsund manns hafi látið lífið af um 110 þúsund íbúum á svæðinu og um 25 þúsund byggingar eru ónýtar.
Guðbjörg skrifar pistil frá Bam á heimasíðu Rauða kross Íslands, og segir, að margt hafi komið á óvart á jarðskjálftasvæðinu. „Það er mjög sérstakt að horfa upp á eyðilegginguna því hús hafa hrunið eins og spilaborgir úr múrsteinum. Sums staðar er fólk enn að krafsa í rústunum eftir einhverju nýtilegu. Íranski Rauði hálfmáninn er ótrúlega vel skipulagður og fyrsta áfallahjálparteymi félagsins var komið á staðinn daginn eftir jarðskjálftann," segir hún.

Guðbjörg segir að þörf á sálrænum stuðningi sé gífurleg en flestir hafi misst náinn ættingja. „Eftir fyrsta áfallið fór mikill kraftur og virkni í að leita að ástvinum og veraldlegum eigum í rústunum. Síðan einkenndust viðbrögðin af dofa og streitu. Margir sitja í tjöldum sínum og fara ekki út, ríghalda í börnin sín og geta ekki séð af þeim, gráta stöðugt eða eru alveg frosnir. Á sjúkrahús Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans koma sífellt fleiri með óljós einkenni sem líkjast mjög áfallastreitu," segir Guðbjörg.

Þá segir hún að vel hafi komið í ljós hvernig menningin og trúarbrögðin hjálpi fólki til að takast á við áfall sem þetta. Fjölskyldutengslin séu mjög sterk, samfélagið samheldið og í ákveðnum skorðum og í trúarbrögðunum sé mikið af sorgarúrvinnsluþáttum sem Íslendingarnir hafa ekki áður kynnst.

„Það er alveg ljóst að þeir sem vinna beint með fólkinu þurfa að þekkja vel til siða, menningu og trúarbragða. Menn frá tyrkneska Rauða hálfmánanum komu hingað og setti upp tvær tjaldbúðir. Daginn eftir báðu þeir okkur um ráðleggingar og við lögðum til að komið yrði upp stóru tjaldi þar sem konurnar á staðnum hefðu aðstöðu til að elda eitthvað saman. Tveimur dögum síðar var komið upp stærðar tjald, teppi á gólfið og stærðar pottur. Konur á staðnum stjórna nú aðgerðum í tjaldinu, þar sem þær elda „halva?, sem er sætt gums. Þær búa þetta til saman og hræra nokkra hringi og fara með bænir til þeirra látnu og gráta saman. Þetta er ótrúlega sterk upplifun.

Hinir tyrknesku starfsfélagar okkar hafa líka komið upp fjórum tjöldum fyrir skóla. Þeir fundu húsgögn úr skóla sem hrundi í nágrenninu og skólastjóra sem hafði misst alla fjölskylduna en vildi halda áfram að gera eitthvað gagnlegt til að hjálpa öðrum. Þegar við vorum í heimsókn kom kona sem leit inn í tjaldið og fór að gráta. Í ljós kom að hún hafði misst fjögur börn. Sársaukinn var mikill að horfa á skólabekkina sem brátt myndu fyllast af börnum, bara ekki hennar. Maður getur ekki ímyndað sér þennan sorg og missi," segir Guðbjörg.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli