Frétt

bb.is | 13.01.2004 | 10:54Rætt um að stofna nýtt félag um rækjuvinnslu í Súðavík

Rækjuvinnsla HG í Súðavík.
Rækjuvinnsla HG í Súðavík.
Hugmyndir eru sagðar uppi um að Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hætti rekstri rækjuverksmiðju í Súðavík og stofnað verði nýtt félag um vinnsluna. Súðavíkurhreppur skoðar nú leiðir til þess að tryggja áfram rekstur verksmiðjunnar. Hjá fyrirtækinu starfa 40 manns í Súðavík og það er langstærsti atvinnuveitandinn í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir allt verði gert til þess að tryggja áframhaldandi atvinnu. Yfirtökutilboð fjögurra fjölskyldna á Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf. frá því í gær hefur vakið upp spurningar um rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. Ein af þeim snýr að þátttöku Súðavíkurhrepps í fyrirtækinu og hver viðbrögð hreppsins verða við yfirtökutilboðinu.
Samkvæmt heimildum bb.is er áhugi stjórnenda HG nú minni á að reka rækjuverksmiðju í Súðavík. Hugur þeirra stendur til þess að losna við þá áhættu sem felst í rækjuveiðum og vinnslu. Hugmyndin er sú að verðmæti hlutar Súðavíkurhrepps í HG verði notaður til þess að stofna nýtt fyrirtæki sem reki rækjuverkmiðjuna og hafi yfir að ráða skipum og kvóta til rækjuvinnslu. Fyrirtækið yrði í eigu Súðavíkurhrepps, HG og hugsanlega fleiri aðila.

Í samtali við bb.is staðfestir Ómar Jónsson sveitarstjóri að meðal hugmynda sem ræddar hafi verið sé sú að mynda nýtt fyrirtæki í kringum rækjuveiðar og vinnslu í Súðavík með þátttöku hreppsins og fleiri aðila. Það sé einn af þeim kostum sem ræddir verða næstu daga.

Hann segir að Súðavíkurhreppi hafi verið gerð grein fyrir hugsanlegu yfirtökutilboði fyrir nokkrum dögum síðan en ekki komið að öðru leyti að atburðarrásinni. Ómar segir að þessi atburðarrás hafi óneitanlega komið hreppsnefndarmönnum mjög á óvart. Þeir hafi talið ró vera yfir hlutahafahóp fyrirtækisins.

Hann treystir sér ekki til þess að segja hver viðbrögð hreppsnefndar verði við tilboðinu. Það verði lagst vandlega yfir það á næstu dögum. Allt verði gert til þess að tryggja atvinnu í sveitarfélaginu.

Súðavíkurhreppur á 60,6 milljónir að nafnverði í fyrirtækinu og er það 9.01% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er verðmæti hlutarins um 388 milljónir króna.Salvar Baldursson oddviti sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps hefur undanfarið setið í stjórn fyrirtækisins og Jón Grétar Kristjánsson fjármálastjóri HG situr í hreppsnefnd Súðavíkurhrepps.

Sjávarútvegsfyrirtækið Frosti hf. var eitt þeirra fyrirtækja sem mynduðu HG á sínum tíma og runnu m.a. allar aflaheimildir fyrirtækisins, 3.710 þorskígildi, inn í fyrirtækið sem og aðrar eignir þess. HG hefur síðan rekið umfangsmikla rækjuvinnslu í Súðavík. Vinnsla hefur þó legið þar niðri undanfarnar vikur vegna hráefnisskorts. Samkvæmt heimildum bb.is mun það hafa verið skilyrði á sínum tíma þegar Frosti gekk til sameiningar við HG að rækjuvinnslu yrði haldið útí í Súðavík og svo hefur verið til þessa dags. Var enda talið ein af forsendum sameininga fyrirtækja að skjóta fleiri stoðum undir rekstur þeirra til framtíðar litið. Súðavíkurhreppur var stór hluthafi í Frosta hf. og hefur eftir sameiningu fyrirtækjanna verið í hópi stærstu hluthafa HG.

Aðspurður hvort með þessari breytingu séu menn að ganga á bak fyrri orða sinna um rekstur í Súðavík vil Ómar ekki taka svo sterkt til orða. „Við höfum haft fulla trú á þeim sem fyrirtækinu stjórna hingað til og treystum því að í samvinnu við þá verði besta lausnin fundin útfrá hagsmunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins. Með yfirtökutilboðinu er komin upp ný staða sem menn í sveitarfélaginu verði að bregðast við og það verði gert“, sagði Ómar.

Starfmenn rækjuvinnslu HG í Súðavík eru um 40 í 30 stöðugildum. Rækjuvinnslan er langstærsti vinnuveitandi sveitarfélagsins þar sem 229 manns bjuggu 1.desember.

Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. kvaðst ekki geta tjáð sig um málið í fjölmiðlum.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli