Frétt

Fréttablaðið | 13.01.2004 | 10:50Stærri sameining sveitarfélaga æskileg á næstu árum

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Reynslan af sameiningu sex sveitarfélaga í eitt á norðanverðum Vestfjörðum er jákvæð nema fjárhagshlutinn. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tekjustofna sveitarfélaga vinna gegn jákvæðum þáttum sameiningar. Þörf sé á róttækum breytingum þar á. Ísafjarðarbær varð til fyrir tæpum átta árum þegar íbúar sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum samþykktu sameiningu. Þetta voru Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Mýrar- og Mosvallahreppar. Við sameininguna varð til 4.600 manna sveitarfélag. Undanfarin ár hefur íbúum fækkað um tæplega 500 eða 10%.
Sameiningin skilaði í raun sáralítilli hagkvæmni rekstrarlega. Ávinningurinn kemur fyrst og fremst fram í yfirstjórn, yfirbyggingin er minni og nefndir og stjórnir færri. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að kerfinu sé um að kenna, ekki sé tekið tillit til þess hve sameinað sveitarfélag sé víðlent og kjarnarnir dreifðir. Verði þessu breytt, sé allt annað uppi á teningnum. Þá sé raunhæft að tala um frekari sameiningu á Vestfjörðum, jafnvel allra sveitarfélaga á svæðinu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

„Ég er sannfærður um að fyrir svæðið í heild var sameiningin af hinu góða. Hún styrkti svæðið en ég hefði gjarnan viljað sjá Súðavíkurhrepp og Bolungarvíkurkaupstað með. Þá væri Ísafjarðarbær 5.500 manna sveitarfélag,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Hann segir að Ísafjörður hafi getað staðið undir öllum kröfum sem gerðar eru til sveitarfélaga og hafi í raun verið hagkvæm rekstrareining. Sveitarhrepparnir væru sömuleiðis á sléttum sjó en staða Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar væri trúlega önnur. „En það er mjög slæmt að tekjustofnarnir skuli vinna gegn jákvæðum þáttum sameiningarinnar. Ísafjarðarbær er eftir sameininguna miklu óhagkvæmari rekstrareining. Við erum með fjóra byggðakjarna og þurfum að halda uppi þjónustu á hverjum stað fyrir sig, almenningssamgöngum, skólum, höfn, áhaldahús og svo mætti lengi telja. Kerfið tekur hins vegar ekki tillit til þess hve reksturinn verður miklu þyngri. Gagnvart jöfnunarsjóði og öðrum slíkum þáttum þá er bara litið til þess að íbúar eru hér fleiri en 2000 og þar með eigum við að sjá um okkur sjálf. En Ísafjarðarbær er í raun margar litlar einingar, þó yfirstjórnin sé sameiginleg,“ segir Halldór.

Halldór nefnir sem dæmi að nú stendur fyrir dyrum bygging íþróttahúss á Suðureyri. Ef Suðureyri væri sjálfstætt sveitarfélag, fengist helmingur stofnkostnaðar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en Ísafjarðarbær verður að standa straum af kostnaðinum, þar sem sveitarfélagið er með fleiri en 2000 íbúa. Sama á raunar við um meiriháttar vatnsveituframkvæmdir, stofnkostnað skólamannvirkja og kostnað við byggingu eða kaup á húsnæði fyrir leikskóla. Þá fá sveitarfélög með færri en 2000 íbúa, verulegan hluta stofnkostnaðar stærri framkvæmda úr Jöfnunarsjóði. Stærri sveitarfélög fá eingöngu framlög úr sjóðnum vegna stofnkostnaðar við einsetningu grunnskóla.

„Ég tel að það verði að breyta reglum um þetta. Það þarf að stórhækka framlög til stærri sveitarfélaga sem eru samsett eins og til að mynda Ísafjarðarbær. Verði það gert, vinna tekjustofnarnir með þeim jákvæðu þáttum sem fylgja sameiningu sveitarfélaga. Það gæti líka ýtt undir frekari sameiningu sveitarfélaga,“ segir Halldór. Hann segir síðustu breytingu á lögum um Jöfnunarsjóð ekki hafa gengið nógu langt í þessa veru. Fjölmörg sveitarfélög séu í sömu stöðu og Ísafjarðarbær og því brýnt að ganga í málið.

„Þegar komin verða göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, er mögulegt að sameina Ísafjarðarbæ, Tálknafjörð og Vesturbyggð. Þar með væri komið um það bil 6000 manna sveitarfélag á Vestfjörðum og ríflega 7000 manna sveitarfélag ef Súðavík og Bolungarvík slást í hópinn. Þetta er alls ekki fjarlægur draumur. Ég lít fyrst og fremst á svo víðtæka sameiningu sem möguleika til að efla stjórnsýslustigið. Með þessu værum við komin með eitt af stærri sveitarfélögum landsins og slagkrafturinn yrði umtalsverður. Út frá fjárhagnum, eins og hann er í dag, þá er þetta óframkvæmanlegt. Það þarf að gera róttækar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga áður en frekari sameiningarskref verða stigin. Það verður að gera eitthvað af viti í þeim málum. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Halldór.

Hann segir samgöngubætur ennfremur forsendu svo víðtækrar sameiningar. Að þessu tvennu fengnu séu mönnum allir vegir færir. „Ég sé þetta þess vegna fyrir mér eftir fimm til tíu ár,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli