Frétt

bb.is | 09.01.2004 | 14:18Gistirými og gistinóttum fjölgar á Vestfjörðum en fækkar ekki

Vigur í Ísfjarðardjúpi er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum.
Vigur í Ísfjarðardjúpi er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum.
Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir það alranga ályktun að störfum í ferðaþjónustu hafi fækkað á Vestfjörðum á undanförnum árum, þrátt fyrir mikla áherslu sveitarfélaga á ferðaþjónustu og mikilvægi hennar í atvinnuuppbyggingu. Margt megi nefna sem bendi til annars. Framboð á gistirými hefur aukist á Vestfjörðum síðustu ár en ekki minnkað eins og sagt var frá í frétt hér á bb.is í fyrradag. Villa var gerð við úrvinnslu gagna frá Hagstofu Íslands og er beðist velvirðingar á því. Hið rétta er að framboð á gistirými hefur aukist um tæp 17% milli áranna 2000 og 2003, úr 624 rúmum í 730.
Rúnar segir að hafa verði í huga þegar lesið er úr tölum Hagstofunnar um framboð á gistirými að þær endurspegli eingöngu gistirými á hótelum og gistiheimilum. Þar sé ekki litið til gistirýmis í orlofsíbúðum, farfuglaheimilum, svefnskálum o.þ.h. sem auðvitað breyti myndinni töluvert. Þá segir hann tölur fyrir árið 2003 vera bráðabirgðatölur sem geti hækkað en þess var ekki getið í frétt bb.is.

Rúnar segir að ef skoðaðar eru tölur fyrir gistirými á hótelum og gistiheimilum ásamt farfuglaheimilum, heimagistingu og orlofshúsabyggðum, kemur einnig í ljós aukning. Rúmum fjölgi úr 776 árið 2000 í 846 árið 2003.

Til að mæla þróun ferðamennsku á ákveðnum svæðum eða löndum segir Rúnar venju að nota gistinætur eða tekjur á hvern ferðamann en ekki gistirými. „Hér er sama lögmálið á ferðinni og í útgerðinni, það eru fiskar uppúr sjó og verðmæti sem telja en ekki hestaflafjöldi skipanna. Ef við skoðum gistinætur á Vestfjörðum síðustu ár, kemur í ljós að frá árinu 1999 hefur gistinóttum fjölgað úr 25.500 í 29.330 sem gerir 13% aukningu á gistinóttum“, segir Rúnar.

Þó beri að athuga að Hagstofan geti aldrei talið allar gistinætur eins og í heimahúsum, sumarbústöðum og á minni tjaldsvæðum. Því hafi verið haldið fram af sumum sérfræðingum að einungis fjórðungur gistinátta sé talinn með formlegum hætti. Vestfirskir ferðaþjónustuaðilar hafi fengið hrós fyrir góð skil á gistináttaskýrslum enda sé mikill áróður rekinn fyrir því innan héraðs.

Varðandi fækkun á störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum segir Rúnar að mjög erfitt sé að mæla það þar sem störf séu víða dulin. „Fjölgun ferðamanna getur haft áhrif svo víða í atvinnulífinu og í störfum sem venjulega myndu varla kallast störf í ferðaþjónustu. Hagstofan staðfestir að þetta hafi aldrei verið mælt en ef skoðaðar eru allar þjónustugreinar á Vestfjörðum, kemur í ljós að þeim hefur fækkað úr 2270 í 2240. Hinsvegar virðist sem störfum í ákveðnum greinum ferðaþjónustu hafi fækkað samkvæmt vef Hagstofunnar og er það atriði sem þyrfti að skoða betur t.d. hvort að skilgreiningar eða forsendur Hagstofunnar hafi breyst í útreikningum þeirra“, segir Rúnar.
Einnig nefnir Rúnar að í atvinnumálakönnun sem framkvæmd var á vegum Ísafjarðarbæjar á síðasta ári, hafi komið í ljós sterk vísbending þess að störfum í ferðaþjónustu hafi fjölgað á milli áranna 2001 og 2002 í sveitarfélaginu.

Margir ferðaþjónustuaðilar hafa látið vel af þróun síðustu ára og tekur Rúnar undir að gott hljóð sé í fólki. „Eftir samtöl við ferðaþjóna á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, sýnist mér engin ástæða til að örvænta. Þeir telja að störfum hafi fjölgað frekar en hitt“, sagði Rúnar.

„Við vinnslu fréttarinnar á bb.is í fyrradag, leitaði blaðamaður ekki skýringa á þeim tölum sem hann hafði undir höndum, hvorki hjá Hagstofunni, undirrituðum eða öðrum sem hafa með þessi mál að gera og er það að mínu mati ekki góð vinnubrögð“ sagði Rúnar að lokum.

Tekið skal fram að alvanalegt er að birta fréttir byggðar á gögnum m.a. frá Hagstofunni án þess að fengið sé álit annarra aðila áður en þær eru birtar. Oft vekja niðurstöðurnar viðbrögð sem bb.is greinir frá og oft er leitað viðbragða, gjarnan eftir að fréttin sem er tilefni þeirra hefur verið birt. Það skal ítrekað að í þessu tilviki urðu á mistök við túlkun gagnanna og er beðist velvirðingar á því.

hj@bb.is
kristinn@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli