Frétt

| 07.04.2001 | 22:57Var fimmtán ára gamall þegar hann bætti vallarmetið í Bolungarvík á síðasta sumri

Á efri myndinni eru Stefán, Bjarni Pétur, Kristín og Svala Sif. Á neðri myndinni er Ólafur bæjarstjóri að afhenda Birgi bikarinn.
Á efri myndinni eru Stefán, Bjarni Pétur, Kristín og Svala Sif. Á neðri myndinni er Ólafur bæjarstjóri að afhenda Birgi bikarinn.
Birgir Olgeirsson, 16 ára gamall golfleikari í Bolungarvík, var í dag útnefndur Íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2000. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri afhenti honum veglegan bikar þessu til staðfestingar í hófi í Finnabæ í Bolungarvík í dag. Þar voru einnig nokkrir aðrir bolvískir íþróttamenn heiðraðir fyrir árangur sinn á síðasta ári. Svala Sif Sigurgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir frammistöðu í sundi, þau Kristín Grímsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson, Gunnar Már Elíasson, Óttar Bjarnason og Stefán Karlsson fyrir árangur í knattspyrnu og Guðmundur Daðason fyrir árangur við skákborðið. Jóhanna Bjarnþórsdóttir frá íþrótta- og æskulýðsráði Bolungarvíkur lýsti kjörinu og greindi frá tilnefningum hins unga íþróttafólks og því sem að baki þeim liggur.
Á síðasta ári keppti Birgir Olgeirsson á sautján golfmótum og lækkaði forgjöf mjög sína verulega. Hann tók í fyrsta sinn þátt í unglingalandsmóti Golfsambandsins og stóð sig þar með prýði. Í sumar bætti hann vallarmetið á golfvellinum í Bolungarvík þegar hann lék holurnar níu á 34 höggum. Þá var hann ekki orðinn sextán ára gamall.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Finnabæ í dag. Af þeim sem heiðursviðurkenningar hlutu vantaði á staðinn þá Guðmund Daðason, Gunnar Má Elíasson og Óttar Bjarnason.

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli