Frétt

Stakkur 1. tbl. 2004 | 07.01.2004 | 18:09Fækkun og framtíðin

Nú hefur komið í ljós að Vestfirðingum hefur fækkað um 95 á liðnu ári. Svo segir Hagstofan og notar tímabilið 1. desember 2002 til jafnlengdar 2003. Ýmislegt fleira fróðlegt kom í ljós, þar á meðal að Vestfirðingar eru samkvæmt þessu 7.835 og tveir þriðju hlutar þeirra búa á norðanverðum Vestfjörðum. Þriðjungurinn dreifist því um Strandasýslu og Barðastrandarsýslur. Það dregur nokkurn mátt úr mönnum að sjá hve fækkun íbúa á Vestfjörðum er stöðug. Þá kemur einnig í ljós að á liðnu ári fæddust alls 49 börn á Ísafirði á móti 62 árið 2002. Á Patreksfirði fæddust aðeins tvö börn, en þar komu 20 til ungbarnaeftirlits og ætla má að 18 nýir Vesturbyggðungar hafi fæðst annars staðar. Ljóst er að börn fæðast í auknum mæli syðra, væntanlega á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Valið verður framvegis í þá veruna að börn fæðist á fullkomnari sjúkrahúsum. Það er skiljanlegt, en skilar sennilega ekki fullkomnari börnum. Fróðlegt væri að sjá tölur um fæðingar barna sem eiga foreldra í Ísafjarðabæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi, en hafa komið í heiminn annars staðar.

Mest fækkaði í Vesturbyggð, um 47 og um 26 í Ísafjarðarbæ. Í fyrrnefnda sveitarfélaginu búa innan við 1.100 manns og í því síðar nefnda ríflega 4.100 íbúar, rúmur helmingur Vestfirðinga. Hvað um framtíðina? Vonir okkar um viðsnúning sýnast ekki rætast samkvæmt þessu. Þróunin hefur verið stöðug fólksfækkun, brottflutningur og færri fæðingar. Ekki hillir undir ný tækifæri á vinnumarkaði. Sjávarútvegurinn hefur verið lífæðin, en innan hans skiptast menn í fylkingar með og á móti línuívilnun, eins glöggt hefur komið fram í ummælum Einars Vals Kristjánssonar framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Hann sér lítið gagn af því að taka aflaheimildir frá einum og færa til annars með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að atvinna minnki hjá þeim sem af er tekið, í þessu tilviki HG.

Deilt er um hugmyndina að háskóla á Vestfjörðum, sem er af góðum rótum sprottin, en getur reynst erfið í framkvæmd og nýtur að því er best verður séð ekki velvilja hins fjársvelta háskólasamfélags á Íslandi. Hugsunin að baki háskóla, sem flestir munu ætla stað á Ísafirði tekur ekki mið af aðstæðum. Íbúar á Vestfjörðum eru fáir, færri en í Garðabæ og leita margir suður eftir þjónustu nú þegar. Svo áhrifin dygðu til fjölgunar er nauðsynlegt að fá nemendur og kennara inn á svæðið eins og sagt hefur verið hér áður.

Ferðaþjónusta er góðra gjalda verð en til þess að hún skili sér í umtalsverðri aukningu atvinnu þarf að ná miklu fleiri ferðamönnum til Vestfjarða og þá vantar meiri gistirými, sem kostar fé að byggja upp. Sá galli fylgir gjöf Njarðar að nýting gistirýmis yfir veturinn er ekki nógu góð og hvað þá er gistiplássum fjölgar að mun. Kjarni málsins er þó sá að auka þarf atvinnu, trú Vestfirðinga á framtíðina og efla mönnum bjartsýni byggða á raunhæfum grunni. Nýja Vestfjarðaáætlun vantar. Ekki á að sjóða hana saman í hendingu heldur byggja á því sem fyrir er og bæta við nýju eftir fremsta megni. Megi nýbyrjað ár verða Vestfirðingum frjósamt og gott.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli