Frétt

| 06.04.2001 | 23:00Fjölmenni í gleðskap í ævintýrahöll

Nokkir af gestunum, m.a. Lýður læknir. Á veggnum er heimilisblessunarmynd líkt og tíðkast á betri bæjum. Súlan getur orðið til fleiri hluta nytsamleg en að halda uppi loftinu þegar hitna tekur í partíinu og farið verður að dansa...
Nokkir af gestunum, m.a. Lýður læknir. Á veggnum er heimilisblessunarmynd líkt og tíðkast á betri bæjum. Súlan getur orðið til fleiri hluta nytsamleg en að halda uppi loftinu þegar hitna tekur í partíinu og farið verður að dansa...
Þegar leið á tíunda tímann í kvöld byrjaði fólk að streyma til teitis í nýju húsi rétt ofan við Flateyri. Teitið er haldið til heiðurs Teiti Einarssyni (Odds Kristjánssonar) frá Sólbakka á Flateyri og honum í kveðjuskyni, en Teitur heldur á morgun til Úganda. Nýja húsið stendur rétt hjá Sólbakka og heitir Snjóbakki. Þar er feiknavoldugur skafl og hafa röskir menn á Flateyri gert þar mikil húsakynni á skömmum tíma. Þau voru grafin eftir fyrirfram gerðri teikningu, eins og vera ber samkvæmt reglugerðum, og finnast þar ýmsar vistarverur.
Skammt inn af fordyri er bar sem nefnist Einarsbar. Hægt er að fara tvær leiðir niður í setustofu en sætin eru höggvin í veggina. Skammt frá barnum er gengið upp í virkisturn til þess að gæta að óvinaferðum. Í veggjaholum um allt hús eru kerti í álformum. Nú logar nú á þeim tugum saman og herbergi og gangar líkjast ævintýrahöll eða sviðsmynd í Stjörnustríði. Líka væri þetta heppilegur vettvangur fyrir Indiana Jones. Ekki var mjög hlýtt inni þegar teitið hófst en það fór að lagast þegar fólki fjölgaði.

Um fimmtán manns lögðu hönd að verki við þetta hús. Einkum voru notaðar skóflur en einnig vélsög. Alþingismaðurinn sem býr þarna rétt hjá gæti fært þeim sem standa fyrir húsbyggingum og húsabreytingum á vegum ríkisins ýmsar gagnlegar upplýsingar. Kostnaðurinn fór hvorki hundrað prósent né hundrað milljónir fram úr áætlun og var aðeins fjórar brotnar skóflur. Verktíminn var allmiklu skemmri en við Þjóðarbókhlöðuna, svo dæmi sé tekið.

Þrátt fyrir óteljandi kertaljós er eldhætta í húsinu talin hverfandi lítil. Þó eru þar engin úðakerfi sem fara í gang í tíma og ótíma og þó helst í ótíma.

Enda þótt barinn Einarsbar sé bar, þá er hann formlega apótek. Eina framlag læknisins á Flateyri til hússins var sú tillaga að þar yrði apótek. Lyfin sem þar fást eru hins vegar mjög á eina lund, öll til notkunar innvortis og öll í vökvaformi. Hins vegar er styrkleikinn misjafn eins og venja er um lyf. Læknirinn getur þess, að þegar Vagninum heimsfræga á Flateyri var lokað um skeið á sínum tíma, þá versnaði mjög heilsufar í plássinu.

Helst verður fundinn einn alvarlegur galli á þessu annars ágæta húsi. Sá galli kemur reyndar í veg fyrir að sú hugmynd Einars Odds Kristjánssonar verði að veruleika, að fjölskyldan geti notað það sem sumarbústað...

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli