Frétt

frelsi.is – Bjarki Már Baxter | 06.01.2004 | 20:14Reykingar – stjórnvöld beggja vegna borðsins

Bjarki Már Baxter.
Bjarki Már Baxter.
Reykingar Íslendinga minnka ár frá ári. Í dag reykja um 24% Íslendinga daglega en árið 1985 voru það um 40%. Því er ljóst margt áunnist í baráttunni gegn reykingum. Baráttunni gegn reykingum er stýrt að Tóbaksvarnarráði, en ráðið er styrkt af ríkinu. Í ráðinu sitja 8 manns, auk framkvæmdastjóra sem er Þorgrímur Þráinsson. Meginhlutverk Tóbaksvarnarráðs er að upplýsa fólk um skaðsemi reykinga og sjá til þess að lögum og reglum um tóbak, og þá aðallega banni við auglýsingum á vörunni, sé framfylgt.
Ástæður þess að færri reykja nú en áður eru ekki kunnar. Hvort það séu hertar reglur um meðferð tóbaks, t.d. að bannað sé að hafa það sýnilegt í búðum, eða hvort ástæðan sé einfaldlega sú að fólk gerir sér grein fyrir skaðlegum áhrifum reykinga og reykir ekki þess vegna, er ókunn. Þeir sem standa í baráttunni gegn reykingum vilja eflaust meina að það sé baráttu þeirra að þakka að dregið hafi úr reykingum. Ég held hinsvegar að þær ströngu reglur sem gilda um meðferð tóbaks á Íslandi séu ekki ástæðan fyrir minnkandi reykingum hér á landi. Það hvort tóbak sé sýnilegt viðskiptavinum í verslunum hefur lítið um það að segja hvort fólk kaupir vöruna eða ekki. Ef fólk reykir þá kaupir það sígarettur, það byrjar hinsvegar enginn að reykja vegna þess að hann sér sígarettur úti í búð eða í auglýsingu í tímariti.

Á Íslandi gilda mjög strangar reglur um meðferð tóbaks og er bannað með öllu að auglýsa vöruna, sbr. tóbaksvarnarlög nr. 6/2002. Nýlega gaf heilbrigðisráðherra í skyn að í undirbúningi væri reglusetning sem bannaði reykingar með öllu á veitingahúsum og skemmtistöðum. Slíkar reglur hafa verið settar á Nýja-Sjálandi og taka gildi seint á þessu ári. Í New York gilda svipaðar reglur, en þar hafa veitingahúsamenn kvartað mikið undan reglusetningunni. Ef slíkar reglur verða settar hér á landi má segja að ekki sé hægt að ganga mikið lengra í reglusetningu sem skerðir frelsi reykingamanna, án þess að banna hreinlega sölu vörunnar.

Árið 2002 seldi ÁTVR tóbak fyrir 5,2 milljarða króna og hagnaðist íslenska ríkið því vel á reykingum Íslendinga. Á sama tíma er bundið í lög að skylt sé að verja a.m.k. 0,9% af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarna. Ríkið er því að hagnast á reykingum Íslendinga annars vegar og hinsvegar í baráttu gegn reykingamönnum með fjárframlögum til baráttunnar gegn reykingum. Slíkur tvískinnungur er óþolandi og raunar óskiljanlegur. Hluti af forvörnum gegn reykingum er hátt verð vörunnar og er verð á sígarettum á Íslandi, eitt það hæsta í heiminum. Fá lönd selja tóbak dýrar en gert er hér á landi, verðið er þó hærra í Noregi.

Forsjárhyggja stjórnvalda er því miður á mörgum sviðum, en birtist hvað best þegar kemur að tóbaki og áfengi. Allt of lengi hafa stjórnvöld staðið beggja vegna borðsins í þessum málum með rekstri ÁTVR. Það væri eðlilegasta að ríkið hætti afskiptum sínum af sölu tóbaks og áfengis. Banni við auglýsingum væri aflétt og þeim sem reka verslanir, veitingahús og skemmtistaði verði í sjálfsvald sett hvort þeir leyfi reykingar á sínu stöðum eða ekki. Lögmál framboðs og eftirspurnar eiga að ráða för á þessum markaði eins og öðrum. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að banna reykingar á skemmtistöðum, enda er það hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann sækir slíka staði. Eðlilegra væri að hvetja þá sem reka slíka staði til að banna reykingar á sínum stöðum, enda er örugglega markaður fyrir reyklausan skemmtistað þegar 76% landsmanna reykja ekki.

Bjarki Már Baxter.

Frelsi.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli