Frétt

mbl.is | 06.01.2004 | 17:19Jón Ásgeir segist ekki ætla í meiðyrðamál við Davíð

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafi veist að sér persónulega, föður hans og fyrirtækjum sem þeim tengjast. Jón Ásgeir segir að niðurstaða lögmanna hans sé að grundvöllur sé tvímælalaust til staðar fyrir málssókn á hendur Davíð fyrir meiðyrði og rógburð. Hann hafi þó ákveðið að elta ekki ólar við einstök ummæli Davíðs eða upphlaup, að minnsta kosti ekki að svo stöddu máli. „Mér þætti samt vænt um að hitta Davíð Oddsson í von um að geta eytt tortryggni hans gagnvart mér og þeim fyrirtækjum sem ég og fjölskylda mín tengjumst," segir Jón Ásgeir í yfirlýsingunni.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Í þættinum „Kryddsíld“ sem sýndur var á Stöð 2 á gamlársdag réðst Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að mér persónulega, föður mínum og fyrirtækjum sem okkur tengjast. Sagði hann m.a. að sjá mætti daglega merki þess að Fréttablaðið væri misnotað af mér og föður mínum, Jóhannesi Jónssyni. Nefndi hann þó engin dæmi því til staðfestingar en uppnefndi blaðið „Baugstíðindi“. Rétt er að taka fram að við ritstýrum ekki Fréttablaðinu, hvað þá að við beitum þar nokkurs konar ritskoðun. En í tilefni þessara orða svo og í tilefni af fyrri ummælum forsætisráðherra af þessum toga hef ég látið lögmenn mína kanna grundvöll málsóknar á hendur honum fyrir meiðyrði og rógburð. Niðurstaða þeirra er sú að grundvöllur slíkrar málsóknar sé tvímælalaust til staðar.

Engu er líkara en að með framangreindum hætti sé forsætisráðherra að skapa andrúmsloft andúðar og tortryggni gagnvart okkur. Andrúmsloft sem skapar skilyrði ákveðinna aðgerða, nú síðast hugmynda um lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum og gegn einokun og hringamyndun. Tilgangur þeirra hugmynda er augljóslega að stemma stigu við starfsemi Baugs og tengdra fyrirtækja þótt þetta sé klætt í búning „almennrar lagasetningar?. Hefur Davíð í þeirri umræðu vísað til þess að slík lög séu til í útlöndum. Það má finna dæmi um margháttaða löggjöf í útlöndum, sum dæmi sem styðja og önnur dæmi sem styðja ekki slíka lagasetningu. Einnig er að finna í útlöndum margvíslega aðra löggjöf sem huga mætti að úr því menn vilja horfa til útlanda um fyrirmyndir, t.d. eru í ýmsum löndum lög um upplýsingaskyldu um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá er víða erlendis að finna lög sem takmarka möguleika manna til að gegna valdamiklum embættum lengur en t.d í 8 ár. Væri ekki ástæða fyrir alþingismenn að huga að slíkri löggjöf líka?

Ekki veit ég hver er undirrótin að andúð Davíðs Oddssonar á mér. Hún virðist mjög persónuleg og heiftúðug í minn garð. Ég hef á hinn bóginn ákveðið að elta ekki ólar við einstök ummæli hans eða upphlaup, að minnsta kosti ekki að svo stöddu máli. Ég hef nóg annað að gera við tíma minn en að eyða honum í málarekstur af slíku tagi. Ég leyfi mér að líta á upphlaupið í „Kryddsíldinni“ sem merki um miðsvetrarlægð sem vonandi bráir af honum með hækkandi sól. Mér þætti samt vænt um að hitta Davíð Oddsson í von um að geta eytt tortryggni hans gagnvart mér og þeim fyrirtækjum sem ég og fjölskylda mín tengjumst.

Reykjavík, 6. janúar 2004,
Jón Ásgeir Jóhannesson"

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli