Frétt

bb.is | 06.01.2004 | 16:49Hátíðarhöld vegna aldarafmælis heimastjórnar í undirbúningi

Hannes Hafstein.
Hannes Hafstein.
Ísafjarðarbær og hátíðarnefnd forsætisráðuneytisins standa sameiginlega að hátíðarhöldum í tilefni þess að á árinu eru 100 ár frá því að þáverandi sýslumaður Ísfirðinga, Hannes Hafstein, tók við embætti sem fyrsti ráðherra Íslands. Undirbúnir hafa verið á Ísafirði þrír viðburðir vegna þessara tímamóta. Laugardaginn 17.janúar verða hátíðarhöld á Ísafirði. Þann 1.febrúar verður opnuð í Safnahúsinu á Eyrartúni sýning á munum Hannesar Hafstein og þann 19.júní verður málþing haldið um Hannes á Ísafirði. Sem kunnugt er voru skipulögð hátíðarhöld þann 4.desember s.l. en á síðustu stundu var hætt við þá fyrirætlan vegna dræmrar þátttöku boðsgesta. Þau hátíðarhöld höfðu ekki verið kynnt fjölmiðlum. Var þeim því frestað og verða eins og áður sagði 17.janúar sem er raunar afmælisdagur Davíðs Oddssonar núverandi forsætisráðherra.
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær kynnti Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, dagskrá hátíðarhaldanna 17.janúar. Gert er ráð fyrir að hátíðarhöldin hefjist við Mánagötu 1 þar sem Hannes Hafstein bjó á sínum tíma. Þar verður afhjúpaður minningarskjöldur um Hannes sem festur verður á bjarg sem nú hefur verið komið fyrir utan húsið og sótt var í Dýrafjörð. Sú athöfn er opin öllum.

Sýslumaður Ísfirðinga býður boðsgestum að afhjúpun lokinni um kl.16.30 til móttöku í Safnahúsinu á Eyrartúni og er reiknað með að móttakan standi í eina klukkustund. Hátíðarkvöldverður verður síðan í sal frímúrara og hefst hann kl.20. Hann er ætlaður boðsgestum. Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar mun stýra kvöldverðinum og þar mun bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar flytja hátíðarræðu auk þess sem reiknað er með að einhverjir boðsgesta taki einnig til máls.

Til hátíðarhaldanna þann 17.janúar verður boðið sama hópi og boðið var í hinni fyrri tilraun þ.e. bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar, menningarnefndarmönnum, alþingismönnum, ráðherrum ríkisstjórnar Íslands, afkomendum Hannesar Hafstein og hátíðarnefnd forsætisráðuneytisins. Öllum þessum aðilum var boðið á sínum tíma ásamt mökum. Einnig verður nú fulltrúum fjölmiðla boðið til hátíðarinnar. Samtals var í desember boðið til hátíðarinnar 88 manns að mökum meðtöldum. Flestir boðsgesta koma frá Reykjavík og er reiknað með að flugvél þeirra lendi á Ísafirði kl.15.

Samkvæmt upplýsingum Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra er reiknað með að hátíðarhöldin á Ísafirði af þessu tilefni muni alls kosta um 1.512 þúsund krónur. Að sögn Halldórs mun hátíðarnefnd forsætisráðuneytisins greiða 750 þúsund krónur eða um helming kostnaðar auk þess sem sýslumannsembættið á Ísafirði greiði fyrir móttökuna í Safnahúsinu. Einnig mun menningarnefnd leita eftir fleiri samstarfsaðilum vegna hátíðarhaldanna. Endanlegur kostnaður Ísafjarðarbæjar mun greiðast af fjárveitingu Menningarmálanefndar sem á þessu ári hefur 2.260 þúsundir króna til ráðstöfunar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli