Frétt

| 06.04.2001 | 11:22Höfðu í hótunum

„Þessi uppákoma sýnir okkur svart á hvítu að þessir „félagar“ okkar sunnan fjalla hafa skipulega unnið að því að halda okkur frá markaðnum“, segir Sveinberg Laxdal, kartöflubóndi í Eyjafirði, í samtali við DV í dag. Hann bætti við: „Þeir vilja helst eyða okkur sem framleiðendum og hafa komist upp með það lengi. Ég ætla að vona að fleirum finnist það sama og mér, að það sé gott að þessi mál skuli hafa komið fram í dagsljósið.“
Sveinberg segir að svo virðist sem ýmsir forustumenn kartöflubænda á landsvísu hafi tekið þátt í þessu. „Við munum t.d. setja fram þá kröfu að búnaðarþingsfulltrúi kartöflubænda segi af sér. Hann hefur setið lengi í stjórn Ágætis og tekið þátt í því að útiloka félaga sína frá markaðnum en hefur jafnframt talið sig geta verið fulltrúa fyrir landssamband kartöflubænda. Þetta er fullkomið siðleysi og ég get ekki ímyndað mér að enn sé allt komið fram í dagsljósið“, segir Sveinberg.

Hann telur að grænmetissalarnir þrír, sem Samkeppnisstofnun hefur nú kært, hafi unnið að því skipulega að halda eyfirskum kartöfluframleiðendum frá markaðnum sunnan heiða. Sveinberg segir þetta m.a. hafa birst með þeim hætti að á stærsta markaðnum á suðvesturhorni landsins hafi dreifingarfyrirtækin gert einkasölusamninga við verslanir og veitingahús þannig að það hafi verið alveg sama hvað einstaka bændur í Eyjafirði hafi reynt til að koma sinni vöru á framfæri, þeir hafi alls staðar komið að lokuðum dyrum. „Menn sem hafa verið að kaupa „alla línuna“ frá þessum dreifingaraðilum, kartöflur og grænmeti, hafa ekki þorað að kaupa af okkur kartöflur þótt við höfum boðið þær á miklu lægra verði. Þeir hafa sagt að ef þeir keyptu kartöflur af okkur yrði þeim hegnt með því að afsláttur yrði tekinn af þeim á öðrum vörum. Svona hafa menn verið rígbundnir.

Það hefur líka verið haft í hótunum við okkur, eins og fyrrverandi forstjóri Ágætis gerði, en hann taldi sig ranglega hafa veður af því að ég væri að reyna að komast inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Hann hringdi í mig alveg vitlaus og sagði að mér væri hollast að halda mig á mínu svæði fyrir norðan. „Við getum tekið Akureyri hvenær sem er“, sagði hann og sagði okkur að halda okkur á mottunni. Við höfum því sáralítið komist inn á sölusvæðið fyrir sunnan nema örlítið eftir að KEA-Nettó var opnað. Með sömu aðferðum og þeir notuðu fyrir sunnan voru þessi dreifingarfyrirtæki komin í túnfótinn hér, t.d. í Skagafjörð og sveitirnar þar fyrir vestan. Við höfum lítið orðið eftir nema Eyjafjarðarsvæðið.

Framleiðslan hér hefur líka farið mjög minnkandi síðustu árin. Við hljótum því ótvírætt að fagna því að sú staða skuli vera komin upp að það sé verið að hreinsa þarna til og ég tel ótvírætt að það eigi að draga þá menn til ábyrgðar sem hafa stjórnað þessu“, segir Sveinberg Laxdal í DV í dag.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli