Frétt

| 05.04.2001 | 16:14„Ekki ríkti traust á milli samningsaðila“

„Það var ákveðið að semja um að slíta samningum við Leiguflug Ísleifs Ottesen vegna þess að ekki ríkti lengur traust á milli samningsaðila. Það kostar peninga að gera slíkt, þar sem félagið uppfyllti öll skilyrði til flugrekstrar og ekki var grundvöllur til uppsagnar samnings. Því var ákveðið að fara þessa leið, að höfðu samráði við lögfræðinga, flugmálayfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila“, sagði Jakob Falur Garðarson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, þegar hann var spurður um ástæður þess að 9,7 milljónir króna voru settar í að rifta samningi milli ríkisins og LÍO.
Í bréfi sem samgönguráðuneytið sendi Flugmálastjórn segir: „Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa, dags. 23. mars sl., um flugslys það er varð í Skerjafirði hinn 7. ágúst sl., og bréfi yðar, dags. 29. mars sl., kemur meðal annars fram að ákvæði reglugerðar um flutningaflug nr. 641/1991 hafi verið brotin og að alvarleg vanræksla á faglegum grundvallarþætti í flugrekstri Leiguflugs Ísleifs Ottesen hafi komið fram. Ráðuneytið lítur mál þetta allt mjög alvarlegum augum og telur brýnt að eftirlit með flugrekendum á Íslandi, einkum þeim sem reka minni
flugvélar, verði eflt.“

Í bréfinu felur samgönguráðuneytið Flugmálastjórn að grípa til eftirfarandi ráðstafana: „Flugrekendur sem reka flugvélar í flutningaflugi sem eru undir 10 tonnum að þyngd og geta flutt 19 farþega eða færri skulu sæta sérstöku eftirliti allt fram til 1. júní 2002, þegar JAR OPS 1 tekur að fullu gildi fyrir þessa aðila. Að þeim tíma loknum óskast ráðuneytinu send greinargerð um niðurstöðu eftirlitsins.“

Einnig segir í bréfinu: „Eins og yður er kunnugt um hefur ráðuneytið birt auglýsingu um gildistöku JAR OPS 1 reglugerðarinnar hinn 1. október 2001 fyrir flugrekendur með flugvélar í flutningaflugi sem eru undir 10 tonnum að þyngd og geta flutt 19 farþega eða færri. Flugmálastjórn ber að tryggja að þau tímamörk sem flugrekendum eru sett í auglýsingunni verði virt.“

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli