Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 31.12.2003 | 09:26Fræðimannsleg úttekt á Halldóri

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Enn einu sinni er Hannes Hólmsteinn Gissurarson og hin umdeilda bók hans um Halldór Laxness komin í kastljós fjölmiðla. Í þetta skipti er það hin röggsama Helga Kress sem hefur vakið athygli á því í blaðagrein að allar fræðilegar fosendur vanti í bók Hannesar. Þessu hefur höfundur bókarinnar neitað og boðað ítarlegar fræðimannaskýringar á prenti.
Megi meta umfjöllun um bækur, jákvæða sem neikvæða sem auglýsingu, kemur þessi sending frá Helgu of seint; jólabókamarkaðurinn búinn og lokasölutölur tilkynntar þar sem bók Hannesar er ekki í alefstu sætunum; staðreynd sem hlýtur að vera hinum kappsfulla Hannesi Hólmsteini sár vonbrigði. En aftur að gagnrýni Helgu: Það er auðvitað hárrétt mat hjá Helgu, að gera verður lágmarkskröfur til fræðimennsku þegar skrifuð er bók um Halldór Laxness. Hann er ekki aðeins bókmenntajöfur Íslands á 20. öldinni, heldur sú persóna sem hafði mest félagsleg og pólitísk áhrif á Íslandi á 20. öld.

Það er ekki nóg að draga gamlar og dauðar kanínur upp úr hattinum og bæta við nokkrum kjaftasögum um kvennafar, slík ritun dæmir sig sjálf. Ef Hannes hefði skrifað ævisögu Lindu P. hefði enginn gert athugasemdir. En slík vinnubrögð ganga ekki þegar Nóbelsskáldið Halldór Laxness er til umræðu. Það er einnig lágmarksvirðing sem sýna ber skáldinu sama hvaða álit menn hafa á stjórnmálasko?unum hans eða meintum kvennamálum.það er nóg að gera eins og Hannes hefur gert; mært og lofað Halldór í sjónvarpsviðtölum svo manni ver?ur bumbult.

Síðasti stórsjónvarpþáttur Hannesar um Halldór, sendur út í hinu vinstrasinnaða Ríkissjónvarpi, hæfilega mörgum söludögum fyrir jól, afhjúpaði líka grynningarnar í skilningi Hannesar á lífi og verkum skáldsins.þar skorti alla fræðimennsku; skilning, túlkun, tilvísanir og heimildir, einkum var skortur á frumheimildum áberandi, en eins og allir fræðimenn vita, og prófessor Hannes ætti að vita, þá rýrir skortur á frumheimildum mjög endanlega útkomu sérhvers verks.Þátturinn moraði hins vegar af misgóðum sagna – og vottarheimildum, oft sagðar af Hannesi sjálfum, sem byggðu mun meira á huglægum skoðunum og sögum en staðreyndum. Fyrir mörgum árum las ég bækling Peter Hallbergs um Halldór Laxness. Það fannst mér þunn lesning. Sé það rétt hjá Helgu Kress, að bók Hannesar byggi á þeim yfirbor?slega bæklingi, er Hannes í döprum málum.

En allir hafa rétt á andsvörum og vð verðum að bíða eftir grein Hannesar Hólmsteins áður en endanlegur dómur fellur. Það yrði einnig áhugavert að lesa dóm um bókina

Halldór sem skrifaður yr?ði af virtum sagnfræ?ingi og birtist þá væntanlega í tímaritinu Saga eða Skírnir. Bókin á skilið faglega umfjöllun. Við lesendur eigum einnig skilið fræðimannslega úttekt af sagnfræðingi.

Ingólfur Margeirsson.

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli