Frétt

Leiðari 51. tbl. 2003 | 30.12.2003 | 12:09Litið um öxl

Ársins sem nú kveður verður minnst fyrir margra hluta sakir. Skal þar fyrst til nefna yfirlýsingar í aðdraganda kosninga um að kvótakerfinu hafi verið komið á til að bjarga því sem bjargað varð úr rjúkandi rúst útgerðar í landinu, en ekki til verndar fiskistofnum, líkt og þjóðinni hafði verið talin trú um í tvo áratugi; að ,,framsalið hafi verið ágalli (á kvóta kerfinu) alla tíð“ og hafi ,,sært réttlætiskennd þjóðarinnar“, að ógleymdri hinni einstæðu greiðasemi við útfærslu fiskveiðistjórnunar í Mjóafirði austur, en ,,Þar telst ekkert einskis virði“, eins og skáldið orðaði það. Og ekki má gleyma leikritinu um loforð og efndir, sem sífellt er verið að endurskrifa í ljósi misskilnings á alla kanta. Tala menn ekki lengur sama áskæra, ylhýra málið? Er nú tungutakið líka orðið stéttaskipt? Aðdáendur játningabókmennta þurfa ekki að óttast bókleysi þegar eftirlaunaþegar hinnar þinglegu stéttar, sem minnti á sig með eftirminnilegum hætti fyrir jólin, taka að banka uppá hjá útgefendum.

Vel var við brugðist þegar heimamenn gerðu sína eigin byggðaáætlun eftir að ljóst var að Vestfirðir voru ekki á Íslandskorti viðskiptaráðherra, frekar en hjá yfirvöldum forðum þegar hringvegurinn var teiknaður. Þetta segir okkur eitt: Frumkvæðið verður að koma héðan.

Á ókomnum árum mun koma betur í ljós hve viturleg ákvörðun það var að gera gamla sjúkrahúsið að Safnahúsi Ísafjarðar. Þar var vel að verki staðið. Safnahúsið á eftir að vera góð auglýsing fyrir bæjarfélagið. Glæsilegur flutningur á ,,Söngvaseið“, auk margs annars á sviði lista, er óræk sönnun þess að menning er ekki bundin við tiltekin póstnúmer.

,,Bæjarstjórninni ber skylda til að ganga fram fyrir skjöldu og vera í fylkingarbrjósti í baráttu okkar til að hefja höfuðstað Vestfjarða á ný til þess vegs, sem hann áður naut og honum ber,“ voru hvatningarorð í leiðara BB í ársbyrjun, þegar Vestfirðir voru sungnir lofi á erlendum vettvangi, sem draumastaður ferðamanna. Þetta á við á öllum sviðum. Hvert og eitt einasta tækifæri ber að nýta.

Nýtt ár er fram undan með nýjum verkefnum. Eitt öðru fremur kallar á samstöðu allra Vestfirðinga: Háskóli á Ísafirði. Trúlega er þetta mál veltiás þess að okkur takist að gera höfuðstað Vestfjarða að öflugum byggðakjarna og tryggja framtíð byggðar á Vestfjörðum.

Bæjarins besta þakkar lesendum sínum og viðskiptavinum trygga samfylgd á árinu, sem nú kveður.

Gleðilegt nýtt ár!
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli