Frétt

Sælkeri vikunnar - Hulda Karlsdóttir í Bolungarvík | 30.12.2003 | 11:16Sænskur bakstur og súkkulaðieftirréttur

Sælkeri vikunnar að þessu sinni bjó um tíma í Svíþjóð og ætlar að miðla til lesenda nokkrum góðum uppskriftum úr þeirri átt. Tilvalið er að prufa eitthvað sænskt í jólabakstrinum t.d. gersnúðana eða piparkökuna. Lengra komnir geta kynnt sér lúsíuhátíð Svía og gætt sér á lúsíubrauði með. Að lokum er svo silkimjúkur súkkulaðiréttur í ábæti.
Sænskir gersnúðar
150 g smjörlíki
5 dl mjólk
50 g (eitt bréf) þurrger
1 dl sykur
2 tsk kardimommuduft
1,3 l hveiti

Bræðið smjörlíki og hitið mjólk. Blandið öllum þurrefnunum saman og bleytið í með mjólkinni og smjörlíkinu. Hnoðið saman þar til deigið er samfellt. Látið það hefast í u.þ.b. 2 klukkustundir. Þá er deigið flatt út og borið á það brætt smjörlíki ásamt kanil og sykri (ekki skemmir að rífa niður örlítið marsípan líka). Rúllið upp í pylsu, skerið í u.þ.b. 2 cm langa bita og setjið í muffinsform.

Látið snúðana hefast í 1 klukkustund. Að síðustu er penslað með þeyttu eggi og stráð yfir perlusykri. Bakið við 200°C í u.þ.b. 12 mínútur. Snúðarnir geymast vel í frysti. Gott er að þíða þá í örbylgjuofni og borða volga.


Mjúk piparkaka
100 g smjör
2 egg
2 ½ dl sykur
1 ½ dl súrmjólk

1 ½ tsk engifer
1 ½ tsk negull
2 tsk kanill
2 ¾ dl hveiti
2 tsk lyftiduft

Bræðið smjörið og látið kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til hræran verður ljós og létt.

Bætið súrmjólk og smjöri út í og blandið þurrefnunum að lokum saman við. Hellið í vel smurðan stóran hring eða formkökuform. Bakið við 200°C í 40 mínútur.

Kakan er sérlega mjúk og bragðgóð en hana má gjarnan smyrja með smjöri.


Saffranbrauð – lúsíubrauð
50 g smjör
5 dl mjólk
1 bréf þurrger
1 tsk salt
2 tsk sykur
U.þ.b. 1,7 l hveiti
örlítið saffran
sykurmoli
1 egg
125 g smjörlíki
1 ½ dl sykur

Hitið mjólk og smjör og hellið yfir þurrefnin (nema saffran og sykurmola). Hnoðið og látið hefast í u.þ.b. 1 klukkustund. Myljið saman saffran og sykurmola og blandið saman við deigið eftir að það hefur hefast.

Gerið u.þ.b. 20 cm langa og 2 cm þykkar lengjur. Hringið upp báða enda í sitt hvora átt. Látið hefast á plötu í u.þ.b. 1 klukkustund. Penslið með hrærðu eggi, setjið rúsínu í miðjan snúðinn, hvoru megin, ásamt perlusykri. Bakið við 200 °C í 8-10 mínútur. Má frysta.


Súkkulaðiábætir
300 g suðursúkkulaði (70%)
3 egg
2 dl rjómi
2 tsk koníak

Bræðið súkkulaðið og látið það kólna. Þá er ein og ein eggjarauða hrærð saman við ásamt koníakinu. Stífþeyttum eggjahvítum og þeyttum rjóma er bætt saman við. Hellið í smáskálar og látið stífna í ísskáp smá stund.

Setjið þeyttan rjóma og möndlur ofan á eða jarðaber.

Ég skora á heiðurshjónin á Holtinu þau Arndísi Hjartardóttur og Finnboga Bernódusson í Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli