Frétt

| 05.04.2001 | 08:36Enginn stuðningur á Alþingi

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi í gær í utandagskrárumræðu á Alþingi um skýrslu samkeppnisráðs og sagði hann hana vera ótrúlega harðan áfellisdóm yfir þeim viðskiptaháttum sem hafi verið hafðir í frammi á grænmetismarkaðnum. Samkeppnisráð fullyrði beinlínis að þrjú dreifingarfyrirtæki hafi gerst sek um samsæri gegn hagsmunum neytenda, sem fyrir vikið þurfi að greiða hærra verð en ella. Umræðurnar eru raktar í Morgunblaðinu í dag.
„Upplýsingarnar sem samkeppnisráð hefur birt úr fundargerðum fyrirtækjanna eru miklu líkari söguþræði í útlendri B-mynd en íslenskum veruleika. Gönguferðir í Öskjuhlíð sem ekki má segja frá, fundir þar sem lagt er á ráðin um að kaupa út samkeppnina, og loks ótrúlegar fullyrðingar um allt skuli gert til að hysja upp verðið, eins og það er svo smekklega orðað, segja í raun allt sem segja þarf“, sagði Össur.

Hann beindi spjótum því næst að stjórnvöldum og sagði skýrsluna einnig áfellisdóm yfir þeim, ekki síst landbúnaðarráðuneytinu. Ráðið segi hreint út að framkvæmd ráðuneytisins á tollaákvæðum hafi auðveldað umræddum fyrirtækjum að hafa með sér ólögmætt samráð í því skyni að halda uppi grænmetisverði.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist harma þær reyfarakenndu lýsingar sem fram kæmu í skýrslu samkeppnisráðs og lýstu gjörðum fyrirtækjanna. Sagði að þær minntu á skáldsögu eftir eitthvert stórskáldið og hittu sig fyrir eins og aðra. Sagði Guðni ólíðandi að fyrirtæki eða einstaklingar geri með sér samsæri gegn hagsmunum almennings í landinu. Fordæmdi hann það ólöglega samráð sem lýst er í skýrslu samkeppnisráðs en gerði greinarmun á því og þeim tollalögum sem í gildi væru.

Lagði ráðherra á það áherslu, að á sínu vinnuborði hefði um nokkra hríð verið að reyna að koma þessum málum í fast horf í fullri sátt í ríkisstjórninni og leitað væri leiða til þess. „Það er vilji í ríkisstjórninni til þess að lækka verð á grænmeti og koma í veg fyrir þau miklu átök sem jafnan gjósa upp um þetta leyti árs og lúta að grænmeti. Ég vil sjá tolla lækkaða og sjá annars konar kerfi hvað þetta varðar“, sagði hann.

Athygli vakti að landbúnaðarráðherra talaði með fyrirvara um brot þau sem lýst er í skýrslunni. Vildi hann ekki staðhæfa að lög hafi verið brotin, slíkt væri ekki tímabært fyrr en endanlegur dómur væri fallinn.

Þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni voru á einu máli um alvöru þeirra brota sem greint er frá í skýrslunni. Gilti það bæði um þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu.

Þannig sagði Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, að niðurstöðurnar væru áfall fyrir alla þá sem staðið hefðu að því kerfi sem nú væri í gildi varðandi verðlag á grænmeti. Sjálfstæðisflokkurinn væri þar ekki undanskilinn. „Það liggur fyrir að þessir menn sem hafa vélað um þessi mál hafa algjörlega brugðist því trausti sem á þá var lagt. Það er enginn stuðningur á Alþingi Íslendinga og enginn stuðningur í Sjálfstæðisflokknum til þess að viðhalda þessum háu tollum. Þeir verða að fara“, sagði hann.

Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagðist velta því fyrir sér hvort ekki væri réttast að leyfa bændum að selja vörur sínar beint á markaði, eins og gert væri víða erlendis.

Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði ekki hægt að beita verndartollum sem skálkaskjóli til þess að okra á neytendum og slíkt væri algjörlega ólíðandi. Sagði hann landbúnaðarráðherra hafa mikinn stuðning meðal stjórnarliða í þeim áformum að gera breytingar á að þessu leyti.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli