Frétt

mbl.is | 29.12.2003 | 15:43Watson og Edwards heiðraðir

Tilkynnt hefur verið að Tom Watson og kylfusveinn hans til margra ára Bruce Edwards munu verða heiðraðir á kvöldverði samtaka golffréttamanna í Bandaríkjunum (GWAA) þann 7. apríl næstkomandi. Watson hlýtur Bartlett verðlaunin og Edwards hlýtur Hogan verðlaunin, þeir hafa verið félagar á golfvellinum í rúma þrjá áratugi en síðasta tímabil var það eftirminnilegasta.
Edwards, sem er taugasjúkdóm sem nefnist ALS, hlýtur Ben Hogan verðlaunin en þau verðlaun hlýtur sá einstaklingur sem hefur verið virkur innan golfíþróttarinnar þrátt fyrir lömun eða alvarleg veikindi.

Watson sem var valinn kylfingur ársins á eldri PGA mótaröðinni hlýtur Charlie Bartlett verðlaunin, en þau verðlaun hlýtur sá kylfingur sem leggur sitt af mörkum til þjóðfélagsins.

Watson og Edwards hafa verið eitt frá um 1975 en nýyfirstaðið tímabil þeirra er ein merkasta saga íþróttanna. Watson sigraði á tveim stórmótum á Champions mótaröðinni og varð efstur á peningalistanum en mesta stórvirki hans á árinu var stuðningur hans við kylfusvein sinn Edwards utan vallar.

Watson gerðist talsmaður, fræðimaður og stofnaði styrktarsjóð fyrir ALS sjúkdóms rannsóknir, hann aflaði tæplega 150 milljónum til baráttu gegn sjúkdómnum og á tilfinningaþrungnu augnabliki ánafnaði hann vinningsfé sínu á Charles Scwab bikarnum, sem var rúmar 70 milljónir króna, til ALS rannsókna og umsjóna til sjúklinga með sjúkdóminn.

Watson hlaut einnig tvenn mikilsmerk PGA verðlaun, Payne Stewart verðlaunin og Card Walker verðlaunin.

Edwards hlaut kosninguna með 94% atkvæða. Hann hefur sýnt göfuglyndi og hugrekki þar sem sjúkdómurinn hefur herjað enn frekar á hann þegar hann hefur gengt starfi kylfusveins meirihluta tímabilsins. Hann gat ekki ferðast til Bretlands þegar Watson sigraði á Opna breska móti eldri kylfinga, Edwards var hins vegar mættur til leiks þegar Watson sigraði á Jeld-Wen Tradition mótinu sem eitt af stórmótum Champions mótaraðarinnar. Edwards var kylfusveinn Watson í sjö af þeim níu stórmótum sem hann tók þátt í og setti þar með met í þátttöku stórmóta.

Aðrir handahafar Hogan verðlaunanna eru Jeff Julian, Scott Verplank, Jose-Maria Olazabal, Casey Martin, Paul Azinger, Robert Allenby, Lee Trevino, John Mahaffey, Jim Nelford, Ken Venturi, Terri-Jo Meyers, Steve Jones og Pat Browne.

Fyrrverandi Bartlett verðalaunahafar eru þeir Payne Stewart, Tom Lehman, Arnold Palmer, Kenny Perry, Brad Faxon, Billy Andrade og Betsy King.

GWAA mun einnig heiðra kylfingana Tiger Woods og Anniku Sörenstam á kvöldverðinum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli