Frétt

mbl.is | 29.12.2003 | 08:01Leit að lifandi fólki hætt í rústum í Bam

Stórum vélgröfum var í morgun ekið inn í borgina Bam í suðausturhluta Írans og var það til marks um það að nær öll von er nú talin úti um að fleiri finnist á lífi í rústum húsa í borginni eftir jarðskjálftann sem reið yfir aðfaranótt föstudags. Lögð verður áhersla á að grafa sem flest lík úr rústunum en óttast er að farsóttir breiðist út. Opinberlega er tala látinna í jarðskjálftanum enn 22 þúsund manns en embættismenn á svæðinu segja að 30 þúsund manns að minnsta kosti hafi látist.
Til þessa virðist leit að líkum aðeins hafa verið bundin við lítinn hluta borgarinnar en stærstur hluti hennar er rústir einar eftir jarðskjálftann sem mældist 6,7 stig á Richter.

„Ég held að mér sé óhætt að segja að leit að fólki á lífi sé lokið. Markmiðið nú er að sjá um hina slösuðu og útvega þeim sem komust lífs af húsaskjól, mat og vatn og grafa hina dánu eins fljótt og hægt er. Þeir hafa aðeins grafið lík upp úr rústunum undanfarna tvo daga," sagði Mohammad Ehsani, skurðlæknir á Imam Khomeini sjúkrahúsinu.

Von er á Mohammad Khatami, forseta Írans, til Bam í dag. Búist er við að forsetinn fari um borgina og heimsæki bækistöðvar hjálparstofnana.

Nokkrar erlendar björgunarsveitir, sem komu til Bam síðdegis í gær til að leita að fólki sem kynni að vera á lífi, eru þegar á leið heim. Björgunarmenn héldu frá borginni í morgun og mættu þá vélgröfum á aðalveginum.

Miklar gripdeildir eru í borginni og hafa þær grafið undan björgunarstörfum og flutningum á hjálpargögnum til borgarinnar. Íranskar öryggissveitir lokuðu vegum til borgarinnar í morgun og hleyptu aðeins vörubílum og öðrum bílum með hjálpargögn í gegn. Heimamenn segja að fólk í nágrannaþorpum á svæðum þar sem ekki varð tjón í skjálftanum hafi staðið fyrir gripdeildunum.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli