Frétt

andriki.is – ritstjórnargrein | 28.12.2003 | 11:30„Pólitískur flóttamaður“

Það var fróðlegt að hlusta á félagana Svavar Gestsson, fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins og núverandi sendiherra, og Sigurð G. Tómasson, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og núverandi þáttastjórnanda á Útvarpi Sögu, ræða saman um ævi og pólitískan feril þess fyrrnefnda. Þetta viðtal var sama marki brennt og önnur slík. Viðmælandinn, sem áratugum saman barðist í framlínu þeirra pólitísku afla hér á landi sem lengst vildu ganga í átt til sósíalísks þjóðskipulags, hafði að eigin sögn í raun miklar efasemdir um þetta skipulag. Þannig kom til að mynda fram í samtali samherjanna að Svavar Gestsson hefði nokkru eftir stúdentspróf tekið sér frí frá störfum á Þjóðviljanum til að leggja stund á háskólanám í Austur-Þýskalandi. Þar hafi hann hins vegar ekki getað hugsað sér að staldra lengi við og í raun komið heim aftur sem „pólitískur flóttamaður“ eins og hann orðaði það. Ástæða „flóttans“ mun hafa verið sú að fylgst var með honum og Flokknum gefin skýrsla um hvað hann sagði, hvort sem var á krám eða öðrum mannamótum.
Þetta er nú reyndar ekkert sem hefði þurft að koma hinum unga Svavari á óvart, því íslenskum sósíalistum var vel kunnugt um ástandið í Austur-Þýskalandi og fleiri löndum sósíalismans, enda hafði fjöldi þeirra dvalið þar og kynnst þjóðfélaginu vel. Hefði Svavar verið í sporum almennings á Íslandi hefði honum að vísu verið vorkunn, því þeir sem best þekktu til ástandsins í sósíalísku ríkjunum gerðu sér far um að halda vitneskju sinni fyrir sig og deila henni ekki með almenningi hér á landi. Svavar var hins vegar ekki í sömu sporum og aðrir Íslendingar, því hann hafði um árabil verið inn undir hjá forystu flokksins og hafði meðal annars setið vikulega sellufundi með Einari Olgeirssyni, foringja íslenskra sósíalista til margra ára og manni sem Svavar hafði alla tíð miklar mætur á. Í Rauðu bókinni - leyniskýrslum SÍA, sem Heimdallur gaf út árið 1963 og aftur árið 1984 má lesa það sem íslenskir sósíalistar sendu sín á milli um ástandið fyrir austan Járntjald. Í leyniskýrslum SÍA, Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds, kom meðal annars fram í skýrslu frá fyrrnefndum Einari, að stúdentar hafi ekki getað um frjálst höfuð strokið, ásamt fjölmörgu öðru sem lýsti hörmulegu ástandi þessara ríkja. Þessum upplýsingum héldu þeir fyrir sig og deildu ekki með öðrum, en eins og áður sagði verður þó að telja ótrúlegt að Svavar Gestsson hafi enga grein gert sér fyrir ástandinu í sósíalísku ríkjunum.

Hefði Svavar snúist gegn sósíalismanum eftir að hann „flúði“ heim úr harðræðinu mætti að vísu trúa því að hann hafi orðið fyrir miklu áfalli í Austur-Þýskalandi og líkað illa það sem hann sá. Raunin varð þó önnur. Hann gerðist einn helsti penni Þjóðviljans um árabil, settist á þing og varð einn helsti forystumaður Alþýðubandalagsins allt fram til ársins 1999 þegar hann settist í sendiherrastól. Alþýðubandalagið, sem flóttamaðurinn kaus að styðja af alefli strax eftir flóttann, reisti stefnu sína „á fræðikenningu sósíalismans“, eins og flokkurinn orðaði það sjálfur. Flokkurinn var lítið hrifinn af séreignarréttinum og setti sér „það markmið að afnema auðvaldsskipulagið, sem felur í sér arðrán einnar stéttar á annarri,“ eins og það hét hjá flokki flóttamannsins.

Fyrirsögnin er bb.is

Andríki.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli