Frétt

| 04.04.2001 | 17:05Vestfirsk menning til sölu!

Fyrir viku var hér fjallað um Þjóðahátíð Vestfirðinga, sem á nýjan leik er kveikjan að hugleiðingum um menningu á Vestfjörðum, ekki síst á Ísafirði, sem hefur verið höfuðstaður Vestfjarða í rúmar tvær aldir og þar af hina síðustu borið höfuð og herðar yfir aðrar byggðir, að minnsta kosti ef miðað er við hina frægu höfðatölu. Í Ísafjarðarbæ býr nú rúmur helmingur íbúa á Vestfjörðum. Með bættum samgöngum hefur sameining sveitarfélaganna sem áður tilheyrðu Vestur-Ísafjarðarsýslu styrkt stöðu Ísafjarðar, byggðarinnar á Skutulsfjarðareyri og í Skutulsfirðinum talsvert. Fullyrt skal hér að sameiningin hafi orðið til góðs þrátt fyrir gagnrýnisraddir. Án sterks byggðarkjarna á Vestfjörðum verður trauðla sótt fram. Nú, á tímum kvóta og síminnkandi hluta hans á Vestfjörðum og í höndum Vestfirðinga, er algert úrslitaatriði að renna nýjum og styrkum stoðum undir mannlíf á Vestfjörðum.

Allt of smátt hefur verið gert og of hægt gengið, en ýmis teikn eru nú á lofti um breyttan hugsunarhátt. Gott dæmi er mikilvægi Þjóðahátíðarinnar, en hún dregur að sér athygli langt út fyrir Vestfirði. Hér er mikil deigla og engin leið að spá fyrir um vestfirska menningu, haldi svo fram sem horfir að nýtt fólk bætist ört í hóp innfæddra á Vestfjörðum. Þá verður til ný vestfirsk menning, sem æ fleiri munu vilja sækja sér skerf úr, sem eðlilegt má teljast. Sumarhátíð í Súðavík, byggð á tónlist og annarri menningu, þar sem saman koma heimamenn hér vestra og aðrir, er enn eitt dæmið um nýbreytni, sem hefur heppnast vel. Söfn eru hér mörg og góð, byggðasafn á Ísafirði, náttúrustofa í Bolungarvík og loks hillir undir að Gamla sjúkrahúsið á Eyrartúninu verði að því safna- og menningarhúsi, sem ætlunin hefur verið lengi. En til hliðar við söfn eins og Sjóminjasafnið og Ósvör kemur ótrúleg elja félagasamtaka og nægir þar að nefna Edinborgarhúsið, starfsemi Litla Leikklúbbsins, Sunnukórsins og margt fleira sem of langt yrði að telja upp hér. En þó má ekki gleyma hlut þeirra, sem valið hafa Vestfirði sérstaklega sem heimkynni sín. Nauðsynlegt er að halda utan um menningu ,,nýbúanna?. Hún er ekki síðri þáttur en margt annað og fyllilega jafn athyglisverð og stundum skarar þar sumt fram úr.

Fyrirsögnin vísar til alls þessa og enn frekar til þeirrar staðreyndar að afþreying skipar æ ríkari sess í lífi Vesturlandabúa. Þannig mun ferðaþjónusta framtíðarinnar ekki þrífast nema í boði sé menning og þar með talin afþreying hvers konar. Þar er hugsunin að baki fyrirsagnarinnar. Vestfirðingar eru orðnir bugaðir af slagsmálum um undirstöðuatvinnuveginn, þar sem aðrir hafa rænt okkur völdum og nú er boðað að lengra skuli gengið varðandi ýsu og steinbít. Sá krókur, sem best mun duga á móti bragði, er að menning okkar verði söluvara, enda eigum við Menntaskólann á Ísafirði, sem leggja þarf mikla rækt við og opnar í raun möguleika á háskólanámi. Öll þessi menning verði lífsviðurværi okkur og öðrum til gagns.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli