Frétt

Fréttablaðið | 23.12.2003 | 11:05Glúkósamínverksmiðja á Húsavík á teikniborðinu

Norskir og þýskir aðilar, í samstarfi við heimamenn á Húsavík hefja framkvæmdir við byggingu glúkósamínverksmiðju í bænum næsta vor. Ætlunin er að framleiða glúkósamíntöflur nyrðra en lyfið styrkir brjósk og bandvefi líkamans. 20 manns fá vinnu við framleiðsluna „Við stefnum að því að reka niður skóflu í maí á næsta ári og þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksmiðjunnar af þremur. Lánsloforðin liggja að mestu fyrir vegna fyrsta áfanga og framleiðsla í þessum fyrsta áfanga ætti að geta hafist í byrjun árs 2005,“ sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Félagið hefur um nokkurt skeið unnið að stofnun fyrirtækis á Húsavík, í samstarfi við norska aðila, sem mun framleiða lyfið glúkósamín. Glúkósamín er skilgreint sem fæðubótarefni á Íslandi en er skráð lyf í 28 löndum. Lyfið styrkir brjósk og bandvefi líkamans.
Bæjaryfirvöld á Húsavík hafa úthlutað fyrirtækinu rúmlega 5.000 fermetra lóð á hafnarbakkanum undir hráefnisvinslu og lyfjaframleiðslu. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði að fullu uppbyggð 2007 og verða starfsmenn allt að 20.
Glúkósamín er unnið úr kítini, sem aftur er unnið úr rækjuskel. Hráefni verksmiðjunnar kemur frá nýstofnuðu rækjuvinnslufyrirtæki á Húsavík, Íshafi hf, en með stofnun Íshafs hf og eflingu rækjuiðnaðarins á Húsavík, styrkist glúkósamínverkefnið verulega. Það mun þó ekki duga til og er ætlunin að flytja inn hráefni. Við framleiðsluna á Húsavík verður notuð ný aðferð sem norski efnafræðingurinn Öyvind Brekke hefir fundið upp og hefur einkaleyfi á. Aðferð hans krefst 120 C° til 130 C° heits vatns og einnig þarf mikið að 4 C° köldu, mjög hreinu vatni. Samningar um orku til handa fyrirtækinu og allt það vatn sem til þarf, bæði heitt og kalt liggja fyrir við Orkuveitu Húsavíkur.
Samningurinn og aðrar aðstæður á Húsavík munu lækka framleiðslukostnaðinn miðað við eldri framleiðsluaðferð um 15-20%.
Glucomed ehf er í eigu Glucomed AS í Haugasundi í Noregi. Hluthafar eru á annað hundrað, þeir stærstu og kjölfestufjárfestar eru meðal annars Öyvind Brekke og aðilar tengdir honum, Hydro Organics, lyfjafyrirtækið Weifa AS í Noregi og þýska fyrirtækið Kreeber Ghbh Hamburg, sem framleiðir ýmis efni til lyfjagerðar.
„Erlendu fjárfestarnir vilja gjarnan fá innlendan kjölfestufjárfesti með í verkefnið og við erum að leita að þeim fjárfesti hér,“ sagði Tryggvi Finnsson.
Heildarkostnaður við kítínverksmiðju og lyfjaverksmiðjuna sjálfa er áætlaður 500 til 600 milljónir króna. Ætlunin er að röskur helmingur verði hlutafé, afgangurinn verður tekinn að láni.
Glucomed AS er skráð á verðbréfamarkað í Noregi. Í mars eða apríl á næsta ári er gert ráð fyrir hlutafjárútboði hjá Glucomed AS til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á Húsavík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli