Frétt

bb.is | 23.12.2003 | 09:09Vill samstarf við ríkisstjórn um mótvægi gegn stórframkvæmdum

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þarf að beita sér fyrir því á árinu 2004 að allra leiða verði leitað hér á svæðinu til mótvægis við stórframkvæmdir annars staðar“, sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í stefnuræðu sinni við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins og stofnana hans fyrir árið 2004 á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. „Til þess þarf samstarf við ríkisstjórn Íslands sem verður að vinna með okkur að uppbyggingu hér og fjölgun starfa. [...] Einn mikilvægasti þátturinn í eflingu svæðisins er staðfesting á Ísafjarðarbæ sem byggða- og þjónustukjarna fyrir Vestfirði. Ísafjarðarbær með Ísafjörð sem miðpunkt þar sem uppbygging opinberrar þjónustu verði verulega aukin“, sagði bæjarstjóri.
Stefnuræða Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra fer hér á eftir í heild.

kristinn@bb.is

Inngangur
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 var lögð fram til fyrri umræðu 3. desember s.l. og til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu í dag þann 18. desember 2003.
Stefnt er að því að leggja fram fjárfestingaráætlun til þriggja ára (3ja ára áætlunin) fram á næsta bæjarstjórnarfundi í byrjun janúar og til síðari umræðu seinni hluta janúar.

Gerð var grein fyrir meginforsendum fjárhagsáætlunarinnar við fyrri umræðu og verður það ekki endurtekið hér. Hins vegar verður farið yfir þá þætti sem lagt er til að breytist nú við síðari umræðu og farið yfir sérstök áhersluatriði er varða rekstur bæjarins og þau atriði er þarfnast sérstakrar rekstrarlegrar úttektar.
Enn og aftur skal ítrekað að framsetning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 er ekki fyllilega samanburðarhæf við fjárhagsáætlun ársins 2003 því innri leiga, afskriftir og áfallnar lífeyrisskuldbindingar eru ekki í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2003. Þær stærðir voru hins vegar í þeirri útgáfu sem fór til félagsmálaráðuneytisins til að uppfylla skilyrði um framsetningu. Ástæðan fyrir þessu er sú að aðlögun hjá okkur að nýjum reikningsskilum hefur verið tekin í þrepum. Breytingin á framsetningu er mikil og mun taka 2-3 ár hjá sveitarfélögum landsins að koma þessu nýja kerfi á.
Það er full ástæða til að gera nýja framsetningu að umræðuefni því meðan fólk er að venjast henni er hætt við misskilningi. Sem dæmi skal nefnt að nýir gjaldaliðir, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar koma inn í reksturinn. Þessir liðir eru á næsta ári rúmar 125 milljónir og koma inn sem reiknaðar stærðir án þess að nokkuð gerist tekjumegin í staðinn. Hafi Ísafjarðarbær verið rekinn með 125 millj. kr. afgangi í fyrra er sá afgangur 0 kr. í ár miðað við allar sömu forsendur. Ekkert hefur breyst í rekstrinum nema það að reiknaðar stærðir koma inn.

Milli umræðna hafa fjárfestingartillögur verið endurskoðaðar og tillaga er um að fjárfestingar á árinu 2004 verði 227 milljónir króna. Sjá má tillögurnar til fjárfestinga á sérstöku sundurliðunarblaði sem fylgdi útsendum gögnum.
Helstu fjárfestingar eru 65 millj.kr. nettóframlag til nýbyggingar Grunnskólans á Ísafirði en 100 milljónir eru ætlaðar til þess verkefnis á næsta ári, að teknu tilliti til framlags ríkisins, 50 millj. kr. til íþróttamannvirkja þ.e. íþróttahús á Suðureyri og framkvæmdir á Þingeyri, 10 millj.kr. til safnahúss í Neðstakaupstað, 15 millj.kr. til kaupa á slökkvibifreið með Flugmálastjórn, 8,5 millj.kr. til framkvæmda við lóðir, 17 milljónir til snjóflóðavarna og 40,2 milljónir til hafnarmannvirkja og kaupa á hafnsögubáti, svo stærstu framkvæmdir séu nefndar.

Framlag ríkisins í fjárfestingum hjá Ísafjarðarbæ er skv. áætluninni 256,7 millj. kr. Hæsta framlagið er til snjóflóðavarnargarðs, síðan til hafnarframkvæmda og að lokum til grunnskólabyggingar. Að viðbættu framlagi ríkisins eru fjárfestingarverkefni áætluð 483,4 millj. kr. sem er mikilvægt fyrir þetta svæði á næsta ári þegar talað er um þenslu og miklar framkvæmdir annars staðar á landinu.

Auk ofangreindra framkvæmda sem eru eignfærðar; eru áætlaðar 95 millj.kr. til ýmiss konar sérgreindra verkefna sem teljast til rekstrar. Þar má helst telja 45,5 millj.kr. til malbikunar og viðhalds gatna, 12,3 millj.kr. til skipulagsmála og byggingamála og afgangurinn, 37,2, millj.kr. til ýmissa viðhaldsverkefna svo og kaupa á tækjum og áhöldum Tillögur um sérstök viðbótarverkefni eru á sundurliðunarblaði sem fylgdi útsendum gögnum til bæjarfulltrúa.
Fjárhagsáætlun skv. eldri reglum um reikningsskil myndi skilgreina þessi 95 millj. kr. útgjöld að mestu sem gjaldfærða fjárfestingu. Skýrir þetta að hluta þann mikla rekstrarkostnað sem áætlaður er á næsta ári samanborið við rekstraráætlun yfirstandandi árs.

Gjaldskrár
Gjaldskrár voru lagðar fram við fyrri umræðu 3. desember sl. Ekki eru lagðar fram tillögur til b

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli