Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 22.12.2003 | 08:40Félög, samtök og samfélag

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.“ Hvað er það sem heldur samfélaginu saman, þróar það áfram og viðheldur því? Margir myndu svara því til að það séu einstaklingarnir, einkum á okkar síðustu og sjálfuppteknu tímum. Þegar betur er að gáð, er einstaklingurinn einskis megnugur, hafi hann ekki aðra einstaklinga með sér í samstarfi, samskiptum og félagi. Félög og samtök er það sem viðheldur samfélaginu, þroskar það og styrkir og ber það áfram til framtíðar.
Ég var um daginn að hugsa hvað hver nútímamaður væri eiginlega í mörgum félögum, klúbbum og samtökum. Það skiptir tugum. Hér í þessu samfélagi fjarða og fjalla fyrir vestan eru starfandi svo mörg félög og samtök að það myndi æra óstöðugan að telja það allt upp. Þau eru af öllum hugsanlegum toga, misjöfnum að vísu, en öll þjóna þau þeim tilgangi, hvert með sínum hætti, að styrkja og þroska einstaklingana og um leið að viðhalda og efla samfélagið. Félög starfa á öllum sviðum samfélagsins. Við skulum líta aðeins á flóruna.

Íslendingar eru almennt ekki taldir miklir alþjóðasinnar, til dæmis þegar kemur að Evrópusambandinu og slíkum samtökum, en það finnst varla sú heimshreyfing til mannbóta og samhjálpar, að hún eigi ekki útibú hér á landi og starfandi deild á Ísafirði. Öll þessi félög og klúbbar eru svokölluð mannúðarfélög. Þau styrkja ýmis góð málefni í héraði eða á heimsvísu, sjúka, aldraða eða aðra sem hjálpar eru þurfi. Hlutverk þeirra er ekki síður að styrkja einstaklingana sem þar starfa, bæði félagslega og sálarlega, og er það ekki síður mikilvægt.

Íþróttir njóta mikilla vinsælda. Það merkilega við íþróttir er að þær njóta ekki bara vinsælda þeirra sem stunda þær, heldur líka margra sem ekki stunda þær sjálfir. Hvað það er við íþróttir sem hefur þessi áhrif er ekki augljóst, en má jafna við menningar- og listastarfsemi. Þar er markmiðið að fleiri njóti en þeir sem stunda. Ég held því fram fullum fetum að fótbolti sé listgrein, svo ég nefni eina eðlustu grein íþrótta. Og þá er gaman að geta þess, svona í framhjáhlaupi, að ég er bæði njótandi og skapandi á því listasviði, þar sem ég er virkur meðlimur í litlum áhugamannaklúbbi sem gengur undir nafninu Feita félagið, og lýsir bæði líkamlegu og andlegu atgervi meðlimanna. Þó félag þetta sé ekki meðlimur í Héraðssambandi Vestfirðinga eða Íþróttasambandi Íslands, er það mjög formlegur félagsskapur með innri byggingu, fastar hefðir og ákveðinn sess í samfélaginu.

Á menningarsviðinu starfa mörg félög, og þar er það líka einkenni að fleiri njóta en bara þeir sem virkir eru í starfinu. Hér starfa leikfélög, myndlistarfélög, tónlistarfélög og svo allir kórarnir. Mér var meira að segja boðið í karlakórinn í fyrra, en sá mér ekki fært að vera með, sem mínir nánustu sýndu mikinn skilning á, af einhverjum orsökum. Hér er annar hver maður annaðhvort í leikstússi, tónlist, eða kór, nema þeir sem eru í þessu öllu. Í öllu þessu starfi má segja að saman fari tvennt. Einstaklingar þroska hæfileika sína og samfélagið nýtur góðs af.

Frjáls félagasamtök starfa á miklu fleiri sviðum. Skátarnir, björgunarsveitin, styrktarfélög, líknarfélög, framfarafélög, íbúasamtök, áhugafélög, menningarfélög og hagsmunafélög. Í atvinnurekstri, sem flestir telja nú helsta merki einstaklingsframtaks, er félagaformið ríkjandi: Hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög og samvinnufélög. Það er alveg sama hvað gera skal. Alltaf eru samtök nauðsynleg.

Fyrr á tíð voru engin frjáls félagasamtök til hér á landi, einungis lögbundin sambönd fólks, svo sem hjónaband, hreppsfélag eða kirkjusókn og svo allsherjarfélagið sem kallast þjóðfélag. Öll þjóna þau merkilegum tilgangi sem umgjörð og stoð fyrir einstaklinga og heild. Þetta eru grundvallarbönd og svo er enn í dag. Þegar Jón Sigurðsson skrifaði í Ný félagsrit um miðja nítjándu öld um félög og samtök hér á landi, voru varla til nema örfá búnaðarsamtök og pöntunarfélög. Jón hvatti landsmenn til að taka höndum saman um hverskonar samtök, og segja má að síðan hafi félagsvæðing samfélagsins byrjað. Eins og hann benti á, voru samtök forsenda framfara og framsóknar í efnahags- félags- og stjórnmálum þjóðarinnar. Það hefur sannarlega ræst.

Helsta undirstaða lýðræðis og velmegunar sem við njótum eru frjáls samtök einstaklinga. Velferðarþjóðfélag okkar byggir á þátttöku almennings í ákvörðunum um stjórn samfélagsins, virkni einstaklinganna í sköpun þjóðfélagsins. Hvar er grunnurinn lagður að þeirri þátttöku? Frjáls félagasamtök, sem rækta einstaklinginn og þroskar, og veita samfélagi

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli