Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 19.12.2003 | 19:06Flytjum út þekkingu og þjónustu í heilbrigðismálum!

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Heilbrigðismálin en sér í lagi fjármál ríkisspítalana eru komin í einn rembihnút eina ferðina enn. Gestur Pressukvölds Ríkissjónvarpsins sl. miðvikudagskvöld var hinn geðþekki forstjóri Landspítala ? og Háskólasjúkrahúss, Magnús Pétursson. Hann svaraði hnitmiðuðum spurningum blaðamanna með því að snúast í hring eftir hring sem lýsti ekki forstjóranum sem ruglukolli heldur hvers konar feni sem aumingjans maðurinn treður marvaðann í.
Ríkisvaldið setur fram ákveðnar pólitískar kröfur um viðunandi eða mjög góða þjónustu til að halda andliti gagnvart kjósendum. Á sama tíma á forstjórinn að reka ríkisspítalana með sóma án þess að fá það fjármagn frá ríkinu sem það sjálft krefst að þurfi til að bjóða upp á góða þjónustu. Forstjórinn á sem sagt að reka sjoppuna án fjármagns. Hvernig fer hann að því? Jú, hann sker niður. Allt verður vitlaust, bæði meðal starfsfólks og almennings. Pólitíkusar gefast venjulega undan atkvæðaþrýstingnum.

En nú er meiri þungi í málinu segir forstjórinn. Segir hann það til að auka þrýstinginn á lyddurnar í stjórnarflokkunum eða er í raun það mikill þungi að hinn hryllilegi niðurskurður mun eiga sér stað? Svo getur forstjórinn sagt upp fólki. Það er sama formúlan og kallar á sömu neikvæðu viðbrögð starfsmanna og kjósenda. Almenningur vonar að uppsagnarfréttir séu þrýstingur sem að lokum kalli á nýja ákvörðunartöku stjórnarherra eins og lesa mátti milli lína forstjórans.

Fleiri úrræði virðast ekki til, jú, láta sjúklinga borga fyrir þjónustuna. Forstjóranum þótti það í sumum tilfellum sanngjarnt. Stjórnarflokkunum finnst það eflaust líka. Og hægri druslurnar í Samfylkingunni lufsast sennilega einnig með. Alþýðan mun ekki styðja þessa stefnu en treysta að lokum á Vinstri græna. Það er ekki fýsileg lausn finnst mörgum. En hvaða stjórnmálamönnum er treystandi í þessum málum? Maður bara spyr. Það virðist einnig skorta heilbrigða skynsemi í heilbrigðismálum. Dýrasti þáttur heilbrigðisþjónustunarinnar eru sérfræðingarnir sem sitja á stofum sínum úti í bæ og blóðmjólka sjúklinga en aðallega skattgreiðendur Sjúklingar sérfræðinganna eru oft eru með minniháttarkvilla sem þurfa ekki sérfræðiaðgerðir eða innlagnir á spítala. Það myndi hvaða heimilislæknir staðfesta á nokkrum mínútum.

Heimilislæknar fá ekki að reka eigin stofur í dag heldur skikkaðir að vinna á undirmönnuðum heilsugæslum þar sem þeir eru illa aðgengilegir vegna skorts á þeim. Grunnkerfið eða grunnþjónusta heilbrigðiskerfisins er þess vegna í rúst. Hvers vegna ekki að breyta þessu fyrir lítinn pening? Og hvers vegna ekki að græða pening á starfsemi hinna góðu ríkisspítala? Glasafrjógvunardeild Landspítalans er sennilega ein sú besta í heimi. Árangurinn er ótrúlegur, langt fyrir ofan sambærilegar deildir í nágrannalöndunum. Þessar upplýsingar gefur enginn læknir, ekki Magnús eða aðrir stjórnendur ríkisspítalanna.

Hvers vegna ekki? Er það vegna þess að deildin er neðst á listanum, í svonefndum flokki 4 og stendur til að leggja hana niður?Með því að flytja inn erlendar konur í glasafrjógvun á Íslandi gæti Landspítalinn eða ríkið þénað mikla peninga. Er ekki vert að skoða það? Bjóða ríkisspítalarnir upp á aðra sérhæfða þjónustu sem selja mætti til útlanda? Mætti ekki skoða það? Og nota tekjurnar til að lækna landsmenn? Þeir verða ekki heilbrigðir af sjálfu sér. Því miður. Er eina hugmynd stjórnmálamann að tekjur að utan að selja rafmagn til mengaðra verksmiðjufyrirtækja eins álframframlei'enda sem eyðileggja náttúru okkar. Má ekki einnig hyggja að hugviti velmenntaðra Íslendinga?

Ingólfur Margeirsson.

Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli