Frétt

Stakkur 50. tbl. 2003 | 18.12.2003 | 13:36Gleðileg jól

Hátíð ljóss og friðar nálgast og öll berum við þá ósk í brjósti að eiga framundan samvistir með þeim sem við elskum og viljum helst deila með kyrrðarstundum um þessa mestu hátíð kristinna manna. Ísland hefur byggst fólki sem telur sig kristið og ræktar trú sína opinberlega einna helst með því sinna jólahaldi, ef marka má yfirborðið eitt og sér. Samfélagið er byggir Ísland nútímans tekur miklum stakkaskiptum á hverju ári og verður ólíkara því, sem fólk er fæddist fram á áttunda áratuginn átti og á að venjast. Áhrif frá menningu annarra landa verða stöðugt meira áberandi og önnur trúarbrögð vilja tryggja sér, að þau njóti jafnræðis við hina Lútersku Evangelísku kirkju, þjóðkirkjuna. Sjálfsagt eru margir ósammála því að kirkjudeildir segi lítið til um trúrækni fólks. En margir eru trúaðir og sækja þó kirkju lítt, enda er trú afar pesónulegt mál margra. Það gildir hvort heldur menn eru kristinnar trúar, hneigjast að Islam, Búdda eða Hindú, Ásatrú eða öðru, svo fátt eitt sé nefnt.

Umræður hafa orðið all miklar um aðskilnað ríkis og kirkju og trúa þá margir því, að margt muni breytast til batnaðar ef ríkið og þjóðkirkjan verði skilin fullkomlega að. Ólíklegt er að slíkt muni breyta nokkru. En hverju sem líður í umræðum á Alþingi, þar sem einn Vestfirðingurinn, formaður Frjálslynda flokksins vill fara þessa leið með mörgum öðrum, er eitt ljóst að jólahald á Íslandi er ríkur þáttur í íslenskri menningu og um það deilt hvort það hafi nokkra aðra skírskotun við kristni en þá, að forsvarsmenn kristinnar frumkirkju hafi séð ástæðu til að aðlaga hátíð hækkandi sólar að stöðugt vaxandi trúarbrögðum. Hver svo sem niðurstaðan af þessum vangaveltum kann að verða er ljóst að jól eru á Íslandi fyrst og fremst kristin hátíð og nátengd fæðingu frelsarans Jesú Krists, sem fyrir liðlega tveimur árþúsundum fæddist í Gyðingalandi og gerðist uppreisnarmaður gegn valdhöfum og ríkjandi trú, sem vissulega hafði sterk tök á sínu fólki eins og forsvarsmönnum trúarhreyfinga er gjarnt að leita eftir.

Sú spurning vaknar, hvernig við myndum taka á móti slíkum manni, karli eða konu nú um stundir, sem leyfði sér að rísa gegn löglegum valdhöfum og ríkjandi trúarbrögðum. Því skal ekki svarað hér. En hitt er hollt að haf í huga, að kjarninn í boðskap Jesú, eins og hann birtist í Biblíunni, er umburðarlyndi, elska til til náungans og almennur kærleikur. Það er því eftirtektarvert að fylgjast með deilum kristinna trúfélaga um það hver rækti boðskapinn best og fylgi honum. Ef allar væru trúar umburðarlyndinu heyrði ágreiningur þar að lútandi sögunni til.

Það er einlæg ósk að jólin verði ykkur lesendur góðir til gleði og að þeim fylgi sá innri friður sem við höfum öll þörf fyrir. Margir eiga um sárt að binda þegar þessi mesta hátíð kristinna gengur í garð. Þeim er sérstaklega óskað friðar og færðar óskir um að bjartara verði framundan. Öll mættum við svo færa með okkar jólaboðskapinn út árið til jólanna 2004. Þá yrði samfélagið betra.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli