Frétt

| 03.04.2001 | 12:10Tilgreindar ástæður fyrir því að hætta við kaupin eru byggðar á misskilningi

Frá Reykjanesi við Djúp.
Frá Reykjanesi við Djúp.
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ, Halldór Halldórsson, segir að ástæðurnar sem gefnar voru fyrir því að fyrirtækið Mamma Steina ehf. í Reykjavík (Bjarni Geir Alfreðsson) hætti við kaup á fasteignum Héraðsskólans í Reykjanesi við Djúp séu byggðar á misskilningi. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli Bjarna og talsmanns hans hér á vefnum í síðustu viku. Þar var því haldið fram, að Ísafjarðarbær væri ekki til í neitt samstarf í Reykjanesi, á þeirri forsendu að bærinn stæði ekki í áhætturekstri. Hins vegar ætlaði hann að verja tugum milljóna í slíkan rekstur og var þar vísað til áforma um útleigu íbúða til listamanna.
„Svo virðist sem Bjarni misskilji þetta frá upphafi til enda“, segir Halldór. „Í fyrsta lagi kom aldrei nein formleg beiðni frá honum til sveitarfélagsins um samstarf. Hins vegar hringdi fulltrúi hans í mig nokkrum sinnum og Bjarni einu sinni og síðan hitti ég Bjarna í nokkrar mínútur á Þjóðahátíðinni í íþróttahúsinu á Ísafirði. Hugmyndir þeirra voru þær, að Ísafjarðarbær legði jörðina Reykjanes inn í hlutafélag en fengi í staðinn hlutabréf.

Beiðni af því tagi kom okkur fullkomlega á óvart og við gátum ekki skilið hvers vegna ósköpunum væri verið að fara fram á slíkt. Við höfðum gefið um það yfirlýsingu til ríkisins áður en eignirnar voru auglýstar, að Ísafjarðarbær sem landeigandi myndi útvega það lóðarpláss sem nauðsynlegt væri til þess sá rekstraraðili sem þarna myndi kaupa hefði þá aðstöðu sem hann þyrfti. Það kom flatt upp á okkur að ætlast væri til að við tækjum þátt í rekstri með því að leggja landið fram sem hlutafé.

Ísafjarðarkaupstaður eignaðist þetta land upp úr 1930 og vissulega kemur til greina að selja það ef gott verð fæst. En hugmyndin hefur aldrei verið sú að setja það í áhætturekstur. Og það er ekki rétt, sem haldið var fram, að Ísafjarðarbær hafi ekki viljað taka þátt í neinu samstarfi. Við vorum reiðubúnir að skoða hlutina og tókum það fram, að reynist það rétt að Ísafjarðarbær eigi nú hluta Snæfjallahrepps í barnaskólanum í Reykjanesi, þá vorum við alveg tilbúnir að leggja þann eignarhluta fram í eitthvert félag. En jarðir held ég að séu almennt ekki settar í áhætturekstur.

Í öðru lagi misskilur Bjarni algerlega fyrirhugað verkefni varðandi útleigu á félagslegum íbúðum. Ísafjarðarbær ætlar að leggja 300 þúsund krónur í þetta verkefni. Svo virðist sem hann haldi að sá kostnaður sem ég tiltók í sjónvarpsviðtali að Ísafjarðarbær hefði orðið að bera vegna þessa húsnæðis, þ.e. 40 milljónir á síðasta ári, væri sá kostnaður sem við værum að fara út í. Við eigum þessar íbúðir og sitjum uppi með þær tómar. Ætlun okkar er einfaldlega að reyna að draga úr kostnaði við þær með því að fá inn nýja leigjendur“, segir Halldór Halldórsson.

Sjá einnig:
BB 27.03.2001
Mamma Steina ehf. hætt við að kaupa

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli