Frétt

bb.is | 17.12.2003 | 17:27Línuívilnun skoðuð: Hagnaður Vestfirðinga af nýju lögunum óljós?

Sundahöfn á Ísafirði.
Sundahöfn á Ísafirði.
Nýsamþykkt línuívilnun virðist ekki tryggja mikinn tilflutning aflaheimilda til Vestfjarða heldur frekar valda tilflutningi innan fjórðungsins ef tekið er mið af veiði síðasta árs og ekki verður séð að hagsmunir lítilla sjávarplássa séu betur tryggðir með línuívilnun en því kerfi byggðakvóta sem ríkt hefur. Samkvæmt ummælum margra manna í þjóðfélaginu var línuívilnun klæðskerasniðin fyrir vestfirskt atvinnulíf og víst hefur hún mest verið í umræðunni hér vestra. Því er ekki óeðlilegt að við skoðun kæmu fljótt fram kostir hennar hvað Vestfirðinga varðar. En er það svo. Hér skal reynt að útskýra hvað í raun gerist þegar þessi nýju lög hafa verið samþykkt.
Fyrst skal staldrað við ívilnunina sjálfa. Sá bátur sem rær með landbeitta línu og kemur til hafnar innan 24 tíma frá upphafi veiðiferðar má landa 16% umframafla í þorski, ýsu og steinbít. Línuívilnunin í þorski takmarkast þó við 3.375 tonn í þorski á hverju fiskveiðiári þ.e. umframaflinn getur í heildina aldrei orðið meiri en 3.375 tonn í þorski. Hámark er ekki sett í ýsu og steinbít að þessu sinni en ráðherra hefur heimild til þess að grípa til þess síðar.

Samkvæmt lögunum er þessum 3.375 tonnum deilt á ársfjórðunga eftir hlutfalli línuveiða á árinu 2002. Samkvæmt því verða 936 tonn nýtt í september-nóvember, 1.151 tonn verða nýtt í desember-febrúar, í mars-maí verða 835 tonn nýtt og í júní-ágúst verða 453 tonn af þorskívilnuninni nýtt. Þegar umræddu magni hvers tímabils er náð er línuívilnun stöðvuð þar til nýtt tímabil hefst. Þetta þýðir að í upphafi hvers tímabils hefst veiðikapphlaup því auðvitað vilja allir ná í sinn hluta ívilnunarinnar. Því er rétt að ítreka að hér um slóðir er mest veitt á línu á smábátum og stærsta hluta ívilnunarinnar á að taka í desember janúar og febrúar þegar búast má við verstu vetrarveðrunum.

Á síðasta fiskveiðiári komu á land á Vestfjörðum 11.283 tonn af þorski af línubátum. Stór hluti aflans var af stórum línubátum með beitningarvél sem ekki geta nýtt sér línuívilnun. Slíkir bátar hafa verið gerðir út frá Patreksfirði, Tálknafirði, Þingeyri, Flateyri og Bolungarvík. Ekki er líklegt að bátarnir verði að nýju gerðir út með landbeitta línu að sögn kunnugra. Veiðiskapurinn er dýr og ekki er víst að fyrir hendi sé mannskapur til slíkrar vinnu. Ef við gefum okkur að bátar með beitningarvélar hafi veitt 5.000 tonn af þorski á síðasta ári þá standa eftir 6.283 tonn sem veidd hafa verið á báta með landbeitta línu. Ívilnun til þeirra hefði orðið um 1.000 tonn af þorski.

En hvað er látið á móti. Samkvæmt lögunum um línuívilnun leggjast af tveir byggðakvótapottar á næstu tveimur árum sem veitt hefur verið úr til byggðarlaga á Vestfjörðum. Á yfirstandandi fiskveiðiári er veitt úr þeim til byggðarlaga á Vestfjörðum samtals um 1.920 þorskígildistonnum. Eins og áður sagði falla þessar heimildir út á næstu tveimur árum. Í dag hefur ráðherra til ráðstöfunar 12.000 tonn af botnfiski til úthlutunar til útgerða til að mæta áföllum sem til dæmis verða við aflabrest. Hér eftir verður einnig heimilt að veita úr þessum potti til byggðarlaga sem aflaheimildir hafa verið fluttar frá. Í þennan pott hefur verið sótt mjög fast á liðnum árum vegna aflabrest.

Á yfirstandandi fiskveiðiári er veitt úr honum vegna hruns í skelveiði í Breiðafirði og einnig vegna hruns í innfjarðarveiði á rækju á mörgum stöðum við landið m.a. á Vestfjörðum. Ekki er útlit fyrir að þörfin til slíkra úthlutana minnki á allra næstu árum. Menn benda á í þessu sambandi að loðnan sé ekki fundin að þessu sinni þó ekki sé hér verið að spá hruni hennar. Því geti orðið erfitt að koma byggðunum til aðstoðar með jafn styrkum hætti og gert hefur verið t.d. á Þingeyri þangað sem tæp 2.000 þorskígildistonn hafa runnið á síðustu fimm árum. Á sama hátt hafa verið veitt um 1.000 tonn til Vesturbyggðar á sama tíma, 1.100 tonn til Flateyrar, 1.160 tonn til Bolungarvíkur. Samsvarandi tölur fyrir Suðureyri eru hinsvegar um 10 tonn og Ísafjörður er með 250 tonn.

Eins og áður kom fram verður línuívilnun einnig í ýsu og steinbít. Þar hefur ekki verið ákveðið þak á ívilnunina en heimild er hinsvegar til þess að setja slíkt hámark á. Sem stendur er mjög mikið framboð af leigukvóta á lágu verði í ýsu og steinbít og því ekki um jafn augljósan hagnað að ræða af línuívilnun og þegar kvótinn er minni og í hærra verði.

Í ljósi þess sem að framan hefur verið sagt verður ekki í fljótu bragði séð að með línuívilnun sé verið að tryggja mikinn tilflutning aflaheimilda til Vestfjarða eins og oftast er nefnd af andstæðingum línuívilnunar og ekki verður heldur séð að hagsmunir lítilla sjávarplássa séu betur tryggðir með línuívilnun en því kerfi byggðakvóta sem ríkt hefur. Þvert á móti virð

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli