Frétt

mbl.is | 16.12.2003 | 11:38Göran Persson: Saddam velkomið að afplána dóm í Svíþjóð

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir velkomið, að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, afpláni í Svíþjóð dóm sem hann kann að hljóta fyrir stríðsglæpi. Íraskir leiðtogar vonast til að hægt verði að hefja réttarhöld yfir Saddam á fyrri hluta næsta árs fyrir tiltekna glæpi gegn mannkyninu. Bandarískir embættismenn segja hins vegar að ekki verði hægt að rétta í bráð yfir Saddam þar sem fyrst þurfi að taka ákvörðun um málsmeðferð og síðan að rannsaka mikið magn gagna. Dóttir Saddams sagði í sjónvarpsviðtali í morgun að föður sínum hljóti að hafa verið gefin lyf áður en hann var handsamaður.
„Þetta er fræðileg umræða en svarið hlýtur að vera já. Ef hann verður dæmdur til fangelsisvistar af alþjóðlegum dómstóli, höfum við sömu skuldbindingar og aðrir. Ef við getum sett hann inn hjá okkur eigum við að gera það,“ segir Persson í viðtali við Svenska Dagbladet. „Það er ekki hægt að krefjast alþjóðlegra réttarhalda og síðan neita að axla ábyrgðina.“ Persson segir flest benda til þess að réttarhöld yfir Saddam Hussein fari fram í Írak þegar það henti Bandaríkjamönnum.

Biljana Plavsic, fyrrum forseti Bosníu-Serba afplánar nú 11 ára fangelsisdóm í Svíþjóð en stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi hana til fangelsisvistar fyrir að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem hersveitir Bosníu-Serba unnu í borgarastríðinu 1992-1995.

Bandarískar hersveitir handsömuðu Saddam sl. laugardagskvöld. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að Írakar verði að eiga aðild að réttarhöldum yfir Saddam og að þau réttarhöld yrðu að uppfylla alþjóðlegar kröfur.

Raghad, dóttir Saddams, sem dvelur nú í Jórdaníu, sagði við sjónvarpsstöðina Al-Arabiya í morgun, að föður hennar hljóti að hafa verið byrlað svefnlyf áður en hann var handtekinn á laugardag.

„Hvernig er hægt að trúa því að þeir hafi getað náð honum ef þeir gáfu honum ekki fyrst lyf? Ég efast ekki um það. Ég er viss um að þeir hefðu ekki getað náð honum annars," sagði Raghad í viðtalinu. Hún fékk hæli í Jórdaníu eftir innrás Bandaríkjamanna og fleiri ríkja í Írak í mars.

Ali Khameinei, æðsti maður klerkastjórnarinnar í Íran, sagði í ræðu, sem sýnd var beint í íranska ríkissjónvarpinu í morgun að íranska þjóðin væri ánægð með að Saddam Hussein hefði verið handtekinn. Sagði hann að Saddam væri villidýr, spillt mannvera og blóðþyrstur úlfur.

Khameinei sakaði jafnframt þá sem handtóku Saddam um hræsni og benti á að Bandaríkjamenn hefðu stutt Íraka í stríðinu gegn Íran á árunum 1980 til 1988 þar sem hundruð þúsunda Írana hefðu látið lífið.

„Ég heyrði forseta Bandaríkjanna segja að heimurinn væri betri ef Saddams Husseins nyti ekki við. Ég vil segja við forsetann, að hann ætti að vita að heimurinn yrði enn betri ef Bush og (Ariel) Sharons (forsætisráðherra Ísraels) nyti ekki við," sagði Khameinei.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli