Frétt

| 02.04.2001 | 08:19Verkfall hafið á ný

Verkfall sjómanna hófst á miðnætti í nótt og alllangt virðist vera í að samkomulag náist. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu allan daginn í gær og þokaðist eitthvað í samkomulagsátt, en ekki þó þannig að verkfalli yrði afstýrt. Talsmenn sjómanna sögðu í samtölum við DV í gærkvöld að jákvæðari tónn væri nú í viðræðunum en verið hefði síðustu daga. Það eitt lofaði góðu. Ríkissáttasemjari sleit viðræðum á ellefta tímanum í gærkvöldi og fundur hefur verið boðaður að nýju á morgun.
Lagið á viðræðunum milli sjómanna og útgerðarmanna í Karphúsinu í gær var að viðræðunefndir samtaka Sjómannasambandsins, Vélstjórafélags Íslands og FFSÍ komu einar og sér til fundar með samninganefnd útgerðarmanna. „Þetta hefur komið ágætlega út. Færri eru á hverjum fundi og viðræðurnar verða skipulagðari. Menn hafa á síðustu fundum heldur verið að nálgast og vita orðið hvað hinn aðilinn er að hugsa“, sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands í samtali við DV.

Helstu ágreiningsatriðin í kjaradeilu þessari eru kaskótrygging sjómanna sem útgerðin myndi greiða að hluta að kröfu sjómanna. Einnig vilja sjómenn að útgerðin greiði í séreignalífeyrissjóð sjómanna. Fiskverðsmál hafa verið rædd ítarlega og hugsanleg fækkun í áhöfn skipa. Samkvæmt heimildum DV er síðastnefnda atriðið í raun ákveðinn vendipunktur. Hafa útgerðarmenn sagt að verði fækkað í áhöfnum án þess að kostnaður þeirra aukist verði frekar hægt að koma til móts við aðrar kröfur sjómanna. Mikilvægt sé að mönnunarmálin komist sem fyrst á hreint, þá megi við öðrum málum hreyfa.

„Enginn er ánægður með verkfall“, sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar. Hann sagðist ekki eiga von á því að einstaka útgerðarfyrirtæki myndu reyna að ná sérsamningum við félög sjómanna til að koma skipum sem fyrst á flot, jafnvel þótt miklir hagsmunir væru í húfi. Hjá HG starfa um 70 manns í landvinnslunni og með fyrirliggjandi hráefni í húsinu verður hægt að halda úti vinnslu að minnsta kosti þessa viku. Eftir það leggst vinnsla niður og starfsfólkið fer á bætur náist samningar ekki. Einar Valur treysti sér ekki til að spá neinu fyrir um hve langt verkfallið gæti orðið né heldur aðrir viðmælendur DV, hvorki í röðum útgerðarmanna né sjómanna.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli