Frétt

| 01.04.2001 | 16:35Fer utan til læknismeðferðar á þriðjudag

Benadikt Þór.
Benadikt Þór.
Ljóðakvöld verður haldið í Patreksfjarðarkirkju á morgun, mánudag, til styrktar Benadikt Þór Helgasyni og fjölskyldu hans. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt fæddist Benadikt, sem nú er tæplega 11 mánaða gamall, með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem nefnist Pfeiffer-heilkenni og þarf því að fara í fjölda erfiðra aðgerða til Svíþjóðar á næstunni. Fjölskyldan mun fara í fyrstu ferðina utan á þriðjudag.
Það var Hjalti Rögnvaldsson leikari sem átti frumkvæðið að því að ljóðakvöldið yrði haldið eftir að hafa lesið um Benadikt litla í Morgunblaðinu enda þekkir hann svipaðar aðstæður af eigin raun. Á kvöldinu mun hann lesa í heild sinni ljóðabálkinn Þorpið eftir Jón úr Vör, skáldið frá Patreksfirði, en síðastliðið sumar las hann þar hluta bálksins á ljóðakvöldi tileinkuðu Menningarborg Evrópu við mikla hrifningu þeirra sem á hlýddu. Hjalti og allir aðrir sem að kvöldinu koma munu gefa sitt framlag en söfnunarbaukar verða í anddyri kirkjunnar og rennur allur ágóði söfnunarinnar til fjölskyldu Benadikts. Frá þessu er greint á Mbl.is.

Móðir Benadikts, Deborah Bergsson, segir í samtali við Mbl.is vel hafa gengið með Benadikt að undanförnu en hann hefur verið í sjúkraþjálfun og undir eftirliti lækna daglega. Til stóð að gera fyrstu stóru aðgerðina í þessari ferð til Svíþjóðar en á síðustu stundu var því breytt þar sem læknar telja nauðsynlegt að gera ítarlegri rannsóknir og próf á Benadikt áður en hann fer í aðgerðina, vegna þess hversu erfitt hann á um öndun. Því munu sænsku læknarnir gera svæfingarpróf á honum auk þess sem hann fer í heilalínurit og röntgenrannsóknir. Fjölskyldan mun því fara aftur utan eftir einn til tvo mánuði til að fara í sjálfa aðgerðina.

Þessi aðgerð er hins vegar aðeins ein af fjölmörgum og hafa læknar tjáð Deborah að fjölskyldan megi búast við að þurfa að ferðast töluvert á milli landanna tveggja. Hún segir fjölskylduna afar snortna yfir framtaki Hjalta og viðbrögðum fólks við sjúkdómi Benadikts enda fylgir slíkum sjúkdómi töluvert álag, bæði í andlegu og fjárhagslegu tilliti. Þeir sem vilja styðja fjölskylduna er bent á söfnunarreikning í Eyrasparisjóði með númerinu 1118-05-101000 og er kennitala eiganda 160566-5669.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli