Frétt

mbl.is | 12.12.2003 | 22:11Sir Mick Jagger segist ekki taka titilinn of hátíðlega

Joe Jagger, 92 ára, Mick Jagger, 60 ára, Karis, 32 ára, og Elizabeth, 19 ára. AP.
Joe Jagger, 92 ára, Mick Jagger, 60 ára, Karis, 32 ára, og Elizabeth, 19 ára. AP.
Hinn sextugi eilífðarrokkari Mick Jagger og aðalsprauta Rolling Stones var sleginn til riddara af Karli Bretaprins í dag. Jagger mætti til athafnarinnar í fylgd 92 ára gamals föður síns, Joe Jagger, og dætranna Elizabeth, 19 ára, og Karis, 32 ára. Rokkarinn mætti klæddur í svört jakkaföt og leðurfrakka, með vínrauðan trefil um hálsinn - og skórnir vöktu athygli, svartir rúskinnsíþróttaskór. Karl prins hljóp í skarðið fyrir móður sína, Elísabet Englandsdrottningu, sem þurfti að gangast undir hnéaðgerð á sama tíma og athöfnin fór fram.
Mick Jagger stofnaði hljómsveitina Rolling Stones með æskuvini sínum, Keith Richards, frá Dartford í Kent. Árið 1962 kynntust vinirnir Brian Jones og síðan bættust við Charlie Watts og Bill Wyman. Þannig skipuð sló hljómsveitin í gegn með lögum eins og (I can't get no) Satisfaction, Under my Thumb, Let's Spend the Night Together, Sympathy for the Devil, Brown Sugar og ... svo mætti lengi halda áfram.

Rokkarinn er ekki aðeins þekktur fyrir störf að tónlistarmálum, störf hans að kvennamálum hafa ætíð vakið mikla eftirtekt. Hann hefur verið iðinn við hvora tveggju iðjuna þá fjóra áratugi sem liðnir eru síðan hann helgaði sig þessum málum.

Eins og gengur og gerist um mikilmenni hafa margar setningar og yfirlýsingar Jaggers lifað á vörum alþýðunnar. (Þegar minnst er á varir sakar ekki að geta þess að Mick Jagger er iðulega lýst sem manninum með gúmmívarirnar - er óhætt að segja að munnsvipur hans hafi orðið að vörumerki hljómsveitarinnar.) Fyrir um þrjátíu árum sagðist Jagger myndu syngja þar til líkami hans færi að detta í sundur og karlinn er enn að. Önnur er að hann fullyrti á sínum yngri árum að hann myndi aldrei fara út með húsmæðrum. Þá var hann villtur og mikill töffari en þessi sami maður á sjö börn með fjórum húsmæðrum og tvö barnabörn. Karlinn þykir enn mikill töffari og enn finnast konur og e.t.v. karlar sem finnst hann vera mest kynæsandi karlmaður í heimi.

Keith Richards, gítarleikari Stones, er ekki ýkja hrifinn af öllu tilstandinu. „Þetta er ekki það sem Stones standa fyrir.“ Mick fussar við þessari athugasemd og segir að Keith hafi sennilega bara langað í orðu og aðalstign líka.

En Jagger virðist ekki taka þetta allt saman of hátíðlega og segist vera mjög rólegur vegna þessa alls, fólk eigi ekki að taka svona orðuveitingar of alvarlega og láta ofmetnast. Christopher bróðir Micks spurði hvort hann þyrfti framvegis að kalla hann Sir Mick. „Bara stundum!“ var svarið.

Gömlu brýnin Gerry Marsden úr hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers og Gary Brooker úr hljómsveitinni Procul Harum fengu við sama tækifæri MBE-heiðursorðu bresku krúnunnar fyrir störf að líknarmálum.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli