Frétt

bb.is | 12.12.2003 | 13:53Góðar undirtektir við hugmyndir um útsýnisstað á Bolafjalli

Bolungarvík.
Bolungarvík.
Hugmynd Örnólfs Guðmundssonar í Bolungarvík um að byggja útsýnis- og greiðasöluhús á Bolafjalli hefur vakið mikla athygli. Örnólfur hefur óskað leyfis frá bæjarstjórn Bolungarvíkur til byggingarinnar og til vegagerðar að þeim stað við Bollagil þar sem útsýnisstaðurinn á að vera. Sölvi Sólbergsson formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður umhverfismálaráðs segir hugmynd Örnólfs spennandi og málið fái hefðbundna umfjöllun innan bæjarkerfisins. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur falið bæjarstjóra að kanna nýtingarmöguleika vegarins uppá fjallið en auk þess var erindinu vísað til umhverfismálaráðs til umsagnar.
Vegur uppá fjallið var lagður í tengslum við byggingu ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli á sínum tíma og er hann í eigu Ratsjárstofnunar. Lengst af hefur vegurinn verið lokaður umferð almennings. Fyrir nokkrum misserum síðan gerðu Vegagerð ríkisins og Ratsjárstofnun samning um að opna veginn almenningi í júlí og ágúst ár hvert og hefur Vegagerðin umsjón með veginum á þeim tíma. Veginum er ekki haldið opnum að vetrinum og í venjulegu árferði hefur hann opnast um miðjan maí og er opinn fram í fyrstu snjóa.

Geir Sigurðsson, hjá Vegagerðinni á Ísafirði, segir ekkert athugavert við hugmyndir Örnólf með notkun vegarins þá tvo mánuði sem Vegagerðin hefur yfir veginum að segja. Sé ætlunin hinsvegar að nota veginn lengur sé við Ratsjárstofnun að semja. Að sögn Geirs er þetta besti malarvegur á Vestfjörðum, fyllilega hæfur til þess að taka við aukinni umferð og umferð um hann hafi gengið mjög vel. Vegagerðin kostaði á sínum tíma lagningu bifreiðastæðis uppá fjallinu þar sem rútur geta snúið.

Ratsjárstofnun sér alfarið um viðhald hans. Samkvæmt upplýsingum sem bb.is hefur aflað sér ber eigandi enga ábyrgð á umferð um einkaveg hafi hann veitt til þess heimild og því ættu slík atriði ekki að koma í veg fyrir frekari notkun vegarins standi vilji manna til þess.

Ratsjárstofnun heyrir undir utanríkisráðuneytið og er helsta hlutverk hennar að sjá um rekstur og viðhald íslenska loftvarnakerfisins eftir að íslensk og bandarísk stjórnvöld komust að samkomulagi um yfirtöku Íslendinga á rekstri ratsjárstöðva varnarliðsins á Íslandi.

Ekki náðist í fulltrúa Ratsjárstofnunar vegna þessa máls.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli