Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 12.12.2003 | 13:10Línuívilnunin er svikamylla

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Ég hef kynnt mér frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívlinun og ég fylgdist með stærstum hluta af fyrstu umræðu um það á Alþingi í gær. Mér líst satt best að segja mjög illa á þetta frumvarp sem ég tel að muni valda mikilli óánægju og sundrungu þegar fram í sækir. Bæði innan sjávarbyggða þessa lands en einnig á milli slíkra byggða, einstakra útgerðaflokka og innan útgerðaflokka einnig. Var þá vart á bætandi á innbyrðis deilur íbúa sjávarbyggða vegna þeirrar fiskveiðistefnu sem haldið hefur verið fram til þessa. Ég skal telja upp nokkur atriði:
1.Lagt er af stað með þann vitlausa hugsunarhátt kvótakerfisins að einn fiskur sem veiðist úr sjó sé endilega af öðrum tekinn. Ákveðið er að áætlaður afli til línuívilnunar dragist frá heildarkvóta áður en honum er úthlutað. Taka á byggðakvóta og setja í þann veiðipott sem ráðherrann telur sig þurfa að skapa til að rýmka fyrir línuívilnun. Þetta er ávísun á deilur sem enn munu ala á sundrungu í sjávarbyggðum þessa lands.

2. Ekkert er gert til að setja gólf í fjölda sóknardaga hjá smábátum sem veiða með handfærum. Þeir verða áfram fyrir skerðingu á sóknarmöguleikum, sennilega einnig til að "spara fisk" fyrir línuívilnun. Aðrir trillukarlar sem eru á kvóta og stunda línuveiðar fá möguleika á aukningu með línuívilnun. Línutrillur sem róa með beitningartrekt og eru flestar við Suðurland og á Suðurnesjum eiga ekki að fá neina ívilnun. Allt þetta mun valda sundrungu og deilum meðal trillukarla.

3. Engar stærðartakmarkanir eru á þeim bátum sem eiga að fá línuívilnun. Eina skilyrðið er að róðrar vari innan við einn sólarhring og línan sé beitt og stokkuð upp í landi. Að sjálfsögðu munu stóru línubátarnir notfæra sér línuívilnun, róa frá höfnum sem liggja skammt frá gjöfulum miðum, til dæmis á Vestfjörðum, og hirða lungann af þeim potti sem setja á í þessa aðgerð. Þeir munu hafa algera yfirburði í krafti stærðar sinnar, ekki síst þegar veður eru válynd og trillur komast ekki á sjó. Kappveiði á milli smábáta og stærri línuskipa getur boðið hættunni heim þar sem menn freistast til að róa í vitlausum veðrum.

4. Í frumvarpinu er opnað á auknar heimildir til tegundatilfærslu sem mér sýnist skraddarasaumaðar fyrir stóru útgerðarfyrirtækin sem geta þá til að mynda breytt verðlítilli ýsu sem nógur kvóti er fyrir, í tegundir á borð við karfa og grálúðu.

Þetta frumvarp er enn ein svikamyllan sem sett er fram af ríkisstjórninni í fiskveiðimálum. Ráðherrann hefur nú vísvitandi kokkað saman algerlega ómögulegt frumvarp sem á eftir að hleypa öllu í bál og brand, til þess að geta komið til baka eftir tvö ár bendandi á það að svokallaðar sértækar aðgerðir í fiskveiðistjórnun kunni aldrei góðri lukku að stýra.

Það er svo kapítuli útaf fyrir sig að horfa upp á þá leiksýningu sem forkólfar LÍÚ setja nú á svið til að rægja smábátaflotann. Innst inni vita þeir nefnilega að þeir einir munu græða á þessu frumvarpi ef það tekst að plata því óbreyttu í gegnum þingið. Félagar innan LÍÚ fá sínar ívilnanir með auknum tegundatilfærslum. Nokkrir þeirra fá góða möguleika til að sækja drjúgt í línuívilnun og það mun sennilega takast að sundra samstöðu smábátasjómanna og á endanum berja þá til hlýðni við kvótakerfið.

Ég tel að þetta frumvarp verði samþykkt. Einar Oddur Kristjánsson missti það útúr sér í þingræðu í gærkvöldi að það væri búið að semja um það svona innan ríkisstjórnarflokkanna. Það var líka eftirtektarvert að verða vitni að hinni æpandi þögn stjórnarþingmanna, við umræðurnar í þinginu í gær. Nær undantekningalaust voru það stjórnarþingmenn úr Norðvesturkjördæmi sem tóku þátt. Hinir þögðu, jafnvel þó þeir væru yfirlýstir andstæðingar línuívilnunar. Það segir mér að búið sé að þagga niður í þeim og þeir muni samþykkja línuívilnun þegar hún kemur til lokaatkvæðagreiðslu, sennilega nú fyrir jól.

Ég tek svo fram í lokin að Frjálslyndi flokkurinn hefði talið miklu vænlegra að svokallaðar aukategundir eins og ýsa, ufsi, steinbítur, skötuselur, keila og langa hefðu verið teknar úr kvóta. Það hefði fært sjávarbyggðunum vopn þeirra til baka á miklu réttlátari hátt en nú er lagt upp með af stjórnarflokkunum með sjávarútvegsráðherra í stafni.

Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og varaformaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli