Frétt

| 31.03.2001 | 22:43Styðjum frumkvöðlana okkar

Andrúmsloftið á Vestfjörðum hefur því miður um nokkurt skeið einkennst af svartsýni og nokkurri þröngsýni. Svartsýnin lýsir sér í þessu endalausa væli yfir því hvað hér sé allt sé ómögulegt og hvað allir séu vondir við okkur. Þröngsýnin lýsir sér í því að fólk er á móti flestum nýjungum og telur sér ógnað af öllu sem er framandi. Ekki síst óttast fólk þá sem hafa aðra sýn á menn og málefni en allur fjöldinn. Við þetta bætist svo vestfiska umræðuhefðin sem kallast má „Láta þá bara hafaða“-leiðin.
Sú umræðuhefð lýsir sér í því að rétt eða rangt skiptir litlu máli, heldur það að hafa sem hæst og vera sem ósvífnastur. Skýrasta dæmi þessa er „umræðan“ endalausa um sjávarútvegsmálin. Þau eru að sönnu mikilvæg, og varða marga Vestfirðinga, en veruleiki fólks er miklu fjölbreyttari en svo að hægt sé að þröngva honum öllum undir einn málaflokk.

Nú upp á síðkastið hefur kveðið nokkuð við nýjan tón. Bjartsýni virðist vera að aukast. Tryggvi Guðmundsson fasteignasali segir að kippur hafi komið í fasteignasöluna. Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga segist finna fyrir aukinni bjartsýni.

Jafnhliða aukinni bjartsýni hér vestra hafa komið fram frumkvöðlar, sem bryddað hafa upp á ýmsum nýjungum. Sem dæmi um frumkvöðla hér um slóðir ná nefna Guðna Einarsson, Gunnar Þórðarson og Kristínu Hálfdánardóttur, Fylki Ágústsson, Elísabetu Gunnarsdóttur, Ágúst og Flosa og þá sem hafa staðið fyrir Þjóðahátíðum undanfarinna ára. Þó á gömlum grunni standi má líka telja Hraðfrystihúsið – Gunnvöru í þessum hópi. Fleiri má auðvitað nefna en framantaldir aðilar hafa helst verið í fréttum að undanförnu.

Guðni Einarsson hefur ásamt sínu fólki barist ótrauður fyrir framgangi mála í Súgandafirði undanfarin ár, með eigin atvinnurekstri og með því að halda uppi þjónustu. Guðni sér greinilega þá möguleika sem bjóðast og er nú farinn að taka þátt í atvinnurekstri í Suður-Ameríku.

Gunnar Þórðarson og Kristín Hálfdánardóttir „lögðust í víking“ þegar rækjuvinnslan hrundi á Ísafirði, eftir að hafa lengi verið í þeim bransa. Þau sneru síðan heim reynslunni ríkari og hófu sushiframleiðslu, nokkuð sem var algjör nýjung hér á landi.

Fylkir Ágústsson hefur tileinkað sér hina nýju upplýsingatækni og gripið tækifærið til að vera með viðskipti út um heim frá eldhúsborðinu í Fjarðarstrætinu.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur litið á ónotaðar íbúðir í félagslega húsnæðiskerfinu sem möguleika en ekki sem vandamál. Með því að fá erlenda listamenn og fræðimenn til Vestfjarða eykur hún viðskipti á svæðinu og auðgar mannlífið.

Ágúst og Flosi hafa sýnt það áður að þeir hafa bæði hugmyndir og kjark til skapandi starfa. Ef hugmynd þeirra um nýbyggingu í miðbæ Ísafjarðar verður að veruleika, þá verður það bæði bæjarprýði og einkar ánægjuleg sprauta fyrir atvinnulífið.

Þjóðahátíðin er afskaplega merkileg menningarhátíð á Vestfjörðum. Með henni fá þeir sem eru af erlendu bergi brotnir tækifæri til að halda tengslum við sína menningu og jafnframt að miðla henni til okkar sem fæddir erum hér á landi. Þrátt fyrir að maður vissi nokkuð um fjölda útlendinga hér á Vestfjörðum, þá upplifði maður það á annan hátt með því að vera viðstaddur atriðin á hátíðinni. Þar gefst líka tækifæri til að átta sig á þeirri menningarfjölbreytni sem hér er og þeim styrk sem henni fylgir. Menningarfjölbreytnin er ekki síst mikilvæg nú á tímum alþjóðavæðingarinnar. Það þarf að gera fólki sem flytur til landsins sem auðveldast að koma sér fyrir og gefa því sem allra mesta möguleika á að hasla sér völl hér á landi. Þar hlýtur hin nýja stofnun, Nýbúamiðstöð Vestfjarða, að koma mjög til sögunnar. Þá má löggjöfinn ekki torvelda þessu fólki að sýna hæfni sína og frumkvæði.

Hraðfrystihúsið – Gunnvör er fyrirtæki sem stendur á gömlum merg. Þar virðast þó kynslóðaskiptin hafa gengið betur en hjá flestum öðrum. Fyrirtækið hefur tekið upp margvíslegar nýjungar á undanförnum árum og hefur náð að samhæfa þær því sem fyrir var. Þá tókst forystumönnum þeirra fyrirtækja, sem að samstæðunni standa, betur en mörgum öðrum að halda góðum starfsanda innan fyrirtækjanna. Vonandi vegnar Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru vel áfram vegna þess að þrátt fyrir „fegurð þess smáa“ þurfum við einnig á hinum stóru að halda.

Vonandi eru nú að verða umskipti til hins betra í okkar fjórðungi. Til þess þurfum við að tileinka okkur nýjan hugsunarhátt á mörgum sviðum og læra að takast á við nýjan veruleika. Frumkvöðlarnir sem hér

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli