Frétt

mbl.is | 11.12.2003 | 14:08Fresta kjaraviðræðum vegna eftirlaunafrumvarps

Starfsgreinasambands Íslands og Flóabandalagið hafa ákveðið að fresta kjaraviðræðum sínum við ríkið og Samtök Atvinnulífsins vegna frumvarps um fyrirkomulag eftirlauna æðstu embættismanna, sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöldi. Segja samtökin að fyrir liggi að endurskoða kröfugerðina nema frumvarp um launahækkanir þingmanna og starfslokasamninga ráðherra verði dregið til baka. Þá hefur Rafiðnaðarsamband Íslands ákveðið að fresta fyrsta samningafundi sem sambandið hugðist eiga með Samtökum atvinnulífsins og Samtökum í raf- og tölvuiðnaði í fyrramálið vegna breytinga sem eru fyrirhugaðar á launum þingmanna. Rafiðnaðarsambandið ætlar að endurskoða kröfugerð sem það hugðist leggja fram á samningafundinum. Boðað hefur verið til útifundar á Austurvelli í dag vegna málsins.
Alþýðusamband Íslands segir að boðað hafi verið til fundarins til að mótmæla frumvarpinu, sem stórbæti kjör og lífeyrisréttindi þingmanna. Þessi áform séu úr öllum takti við aðra kjaraþróun í landinu á umliðnum árum og hljóti að stefna í voða þeim kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði sem eru að hefjast. Verkalýðshreyfingin hefur auglýst útifundinn í útvarpi í hádeginu. Í auglýsingunum eru launamenn m.a. hvattir til til að mæta á fundinn og mótmæla sjálftöku þingmanna og einnig er spurt hvort þingmenn ætli að deila kjörum með þjóð sinni.

„Alþingi hefur ákveðið að hækka eigin launakostnað sem nemur hundruðum milljóna króna með því að gera mjög dýran starfslokasamning við forsætisráðherra, auka lífeyrisréttindi og hækka launa nokkurra þingmanna og ráðherra verulega," segir í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu. Segir þar að frumvarp Alþingis um breytingar á launum þingmanna gjörbreyti áformum sambandsins hvað varði undirbúning komandi kjarasamninga. Hefur miðstjórn sambandsins ákveðið að koma saman til fundar á morgun til þess að fara yfir stöðu mála og hafa stjórnir og trúnaðarráð stærstu aðildarfélaga RSÍ verið kallaðar saman í kjölfarið.

Í frumvarpinu er lagt til að viðamiklar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi eftirlauna æðstu handhafa framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds í frumvarpi allra flokka sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöldi. Þar er einnig lagt til að formenn stjórnmálaflokkanna, sem ekki eru jafnframt ráðherrar fái 50% álag á þingfararkaup. Þingfararkaup er nú tæplega 438 þúsund krónur og þýðir þetta því að laun formannanna hækka um 219 þúsund krónur. Álag á þingfararkaup formanna þingflokka, varaforseta Alþingis og formanna þingnefnda hækkar úr 15% í 20%, samkvæmt frumvarpinu.

Þá er lagt til að gerð verði sú grundvallarbreyting að eftirlaunagreiðslur fyrir æðstu störf í þjóðfélaginu verði framvegis greiddar beint úr ríkissjóði í stað lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Í greinargerð segir að í ljósi þess að réttur til lífeyrisgreiðslna skv. frumvarpinu sé nokkru betri en almennt tíðkast verði iðgjaldahlutfallið hækkað úr 4% af föstum launum í 5% af heildarlaunum.

Samkvæmt frumvarpinu er sett sérákvæði um eftirlaun forsætisráðherra. Hafi hann gegnt embættinu í a.m.k. eitt ár öðlast hann rétt til eftirlauna samkvæmt sama hlutfalli og forseti Íslands. Í frumvarpinu segir að eðlilegt sé að um fyrrverandi forsætisráðherra gildi sérregla sem sé nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra þar sem hann er á hverjum tíma hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar. Eftirlaun hans verða 60% af heildarlaunum, þ.e. ráðherralaunum og þingfararkaupi á hverjum tíma. Hafi hann gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil verða eftirlaunin 70% og 80% hafi hann gegnt því lengur en átta ár.

Réttindaávinnsla alþingismanna verður jöfn á hverju þingári, þ.e. 3% af þingfararkaupi. Réttindaávinnsla ráðherra verður óbreytt 6% á hverju ári í embætti en hámarkseftirlaunahlutfallið hækkar í 70%. „Myndaður er sérstakur réttur fyrir alþingismenn og ráðherra, sem gegnt hafa forustuhlutverki í stjórnmálum um langan tíma, til að hverfa af vettvangi þjóðmála og fara á eftirlaun fyrr en annars er heimilt í stað þess að leita sér starfs á vinnumarkaði. Eru mörkin sett við alþingismenn sem setið hafa sextán ár hið minnsta á Alþingi og ráðherra sem gegnt hafa embætti í a.m.k. sex ár," segir m.a. í greinargerð.

Lagt er til að fyrrverandi alþingismaður geti átt rétt á eftirlaunum ef hann lætur af þingmennsku og er fullra sextíu ára. Hafi hann átt sæti á Alþingi í samtals sextán ár eða lengur lækkar hins vegar það aldursmark um fimm ár „og síðan til viðbótar um sem svarar helmingi þingsetutíma hans sem er umfram sextán ár. Aldursmarkið getur þó ekki lækkað um meira en tíu ár samkvæmt þessum tölulið."

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli