Frétt

| 31.03.2001 | 08:35Verð á grænmeti

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um ofurtolla á grænmeti og sjónum einkum beint að papriku, sem hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga. Hér á eftir fara kaflar úr samantekt Morgunblaðsins:

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gaf 15. mars sl. út reglugerð sem m.a. felur í sér 30% verðtoll og 199-298 kr. magntoll á græna papriku. Framkvæmdastjórar Hagkaups og Bónuss furða sig á málflutningi ráðherrans og segja hann miða útreikning sinn við spænska papriku sem ekki sé til á markaðnum á Íslandi.
Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagðist telja málflutning landbúnaðarráðherra í þessu máli fráleitan. Hann sagði að svo virtist að ráðuneytið tæki viðmið í lélegustu og ódýrustu paprikunni á markaðnum, sem væri þar að auki að detta úr sölu. Innkaupsverð á hollensku paprikunni, sem verið væri að flytja til landsins, væri tvöfalt hærra en á þessari spænsku papriku sem ráðuneytið virtist miða útreikning sinn við.

„Í fyrsta lagi er landbúnaðarráðuneytið í þessu máli að gefa út yfirlýsingar án þess að leita sér upplýsinga. Í öðru lagi tel ég að opinberir starfsmenn eins og Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, beri talsverða ábyrgð, en hann er að setja fram fullyrðingar sem verða til þess að ráðherra hótar okkur Samkeppnisstofnun. Það er eins og búið sé að dæma okkur áður en menn fara að kynna sér málið. Við höfum hins vegar ekkert að fela. Við getum lagt alla pappíra á borðið og þannig sýnt fram á að ráðuneytið fer með rangt mál.

Landbúnaðarráðuneytið ætti auðvitað að snúa sér að því verkefni að skoða tilgang þessara tolla. Það er verið að leggja á ofurtolla þegar þetta íslenska grænmeti er ekki til. Það er verið að skattleggja íslenska neytendur alveg stórkostlega með þessu fyrirkomulagi.“

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagðist vera mjög óánægður með þá stefnu sem stjórnvöld hefðu fylgt í þessum málum.

„Þetta er í raun alveg fáránlegt mál, ekki síst ef höfð er til hliðsjónar manneldisstefna sem alþingismenn hafa samþykkt. Þetta er orðið löngu úrelt fyrirkomulag og er í raun ekkert annað en tæknileg viðskiptahindrun.

Það ber að haga viðskiptum með grænmeti eins og gert er með aðrar vörur. Það á að afnema þessa tolla og kerfið á að láta þetta afskiptalaust. Menn mega heldur ekki gleyma því að við erum í þessu máli að tala um hollustuvöru.“

Jóhannes sagði að þessi umræða hæfist árlega. Það væri ekkert nýtt í henni og hún ætti ekki að koma neinum á óvart.

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli